Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 22
21
endanum „ekkert annað en formun framtíðarinnar sjálfrar“.32 Þessi geta til
að forma, undirgangast formun og verjast afmyndun snýst á endanum um
tengsl sjálfráðrar sjálfsveru við hið slysalega, hið tilviljanakennda og allt
það sem skellur á tilverunni ófyrirséð líkt og rigning eða stormur.33
Kenning Malabou kallast á við skrif franska marxistans Louis Althussers
um „efnishyggju fundarins“ (fr. matérialism de la rencontre) frá því á síðasta
hluta ferlis hans, þar sem hann hafnaði bæði þeirri nauðhyggju og mark-
hyggju sem oft hafa verið fylgifiskar formgerðarkenninga í samfélagsvís-
indum, ekki síst marxískum. Þess í stað boðaði Althusser nú efnishyggju
sem gengst fyllilega við mótandi hlutverki „kasts teninganna“ í framþróun
tímans og sögunnar, og rökstyður að formgerðir öðlist aðeins orsakavald og
merkingu eftir að þær hafa orðið til í gegnum óvissan fund milli ótengdra
einda. Þegar slíkur ófyrirsjáanlegur fundur öðlast vægi kallar Althusser
það að hann hafi „tekið form“ eða „í það minnsta gefið af sér form“ sem
tekur svo á sig mynd „verðandi-nauðsynjar“ (e. becoming-necessary).34 Rétt
eins Eva í Konum, sem tjáir ást sína á rótleysi með vísun í íslenskt rigning-
arveður (k 24), kennir Althusser hina formandi efnishyggju teningakasts-
ins við regnið. Í ritgerð sinni um Althusser segir Malabou að form séu
í reynd „fundir sem hafa tekið form“ og skýrir hvernig ófyrirsjáanleiki
framtíðarinnar grefur undan allri nauðsyn – eina nauðsynin sem fyrirfinnst
er „verðandi-nauðsyn úr fundum þess sem fellur til“.35 Formunarhæfni
sjálfsverunnar gerir ætíð að verkum að hún mætir hinu ófyrirséða með
ákveðinni viðleitni til að sjá það fyrir, einhvers konar „formgerð eftirvænt-
ingar“ sem leitast við að „sjá til“ hvað framtíðin ber í skauti sér.36 Við
32 Hér verður notast við hugtakið „formun“ sem þýðing á plasticity / plasticité en einnig
„formunarhæfni“ þar sem merking krefst þess. Einnig verður orðið „mótun“ og
sögnin „að móta“ notuð í sömu merkingu.
33 Catherine Malabou, The Future of Hegel. Plasticity, Temporality and Dialectic, þýð.
Lisabeth during (New york: Routledge, 2004), bls. 12.
34 Louis Althusser, „The Underground Current of the Materialism of the Encounter,“
í Philosophy of the Encounter. Later Writings, 1978–87, ritstj. François Matheron og
Oliver Corpet, þýð. G. M. Goshgarian (London: Verso, 2006), bls. 192.
35 Catherine Malabou, „Whither Materialism? Althusser/darwin,“ í Plastic Mater-
ialities. Politics, Legality, and Metamorphosis in the Work of Catherine Malabou, ritstj.
Brenna Bhandar and Jonathan Goldberg-Hiller (durham: duke University Press,
2015), 49. Fleiri en Malabou sjálf hafa orðið til þess að rekja tengslin milli skrifa
hennar og marxískra virðiskenninga; sjá Martijn Konings, „State of Speculation“
og Alberto Toscano, „Plasticity, Capital, and the dialectic“ í Plastic Materialities.
Politics, Legality, and Metamorphosis in the Work of Catherine Malabou. Ritstj. Jonathan
Goldberg-Hiller og Brenna Bhandar (durham: duke University Press, 2015).
36 Malabou, The Future of Hegel, bls. 13.
FJÁRMÁLAVæðiNG OG MÓTUN TÍMANS Í KoNUM EFTiR STEiNAR BRAGA