Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 233
232
um og þekkingu, í stofnunum og þægindum síðastliðna öld og berum
það saman við menningarlegar framfarir einstaklinganna á sama tíma – í
það minnsta í efri stéttunum – er mismunurinn á vextinum hrópandi. Í
mörgum tilvikum er fremur við hæfi að tala um menningarlega hnignun
einstaklinganna ef horft er til andríkis, fágunar og hugsjóna. Í grunninn
er þetta misgengi afleiðing aukinnar verkaskiptingar, vegna þess að hún
krefst sífellt einhæfari starfa af einstaklingnum og stefnir jafnan að marki
þar sem heildarpersónuleika hans hættir til að tærast upp. Í það minnsta
stenst einstaklingurinn þessum ofvexti hlutlægrar menningar ekki snún-
ing. Mátturinn er dreginn úr honum líkt og hann sé ekki til, kannski síður
með tilliti til vitundar hans en til iðju hans og myrks tilfinningalífsins sem
af henni sprettur. Hann verður að rykkorni frammi fyrir ógnvænlegri skip-
an hluta og máttarvalda sem svipta hann öllum möguleikum til framfara,
andlegrar göfgi og gildismats og breyta huglægum lífsháttum í algjörlega
hlutlægt líf. Hér nægir að benda á að stórborgirnar eru eiginlegt leiksvið
þessarar menningar sem kæfir allt hið persónulega. Í byggingum þeirra
og menntastofnunum, í dásemdum og þægindum tækninnar sem leggur
undir sig rýmið, í mótun lífshátta samfélagsins og sýnilegum stofnunum
ríkisvaldsins kristallast ópersónubundinn andi sem er orðinn svo yfirþyrm-
andi að persónuleikinn fær ekki rönd við reist. Annars vegar er persónu-
leikanum gert lífið óendanlega létt, vegna þess að hann er sífellt örvaður
og honum berast úr öllum áttum áhugamál og eitthvað sem hann getur
eytt tíma sínum og vitund í, þannig að hann er borinn áfram líkt og í
straumi þar sem hann þarf vart að synda sjálfur. Hins vegar samanstendur
lífið í síauknum mæli af þessu ópersónulega inntaki og sjónarspili þess,
sem í reynd leitast við að víkja litbrigðum og auðkennum persónuleikans
til hliðar. Þannig verður persónuleikinn að beita öllum sínum kröftum til
að marka sér sérstöðu og bjarga sjálfum sér, hann verður að ýkja hana til
þess eins að jafnvel hann sjálfur geti greint eigin rödd. Hlutlæg menning
kæfir hina einstaklingsbundnu og þetta er ástæða þess að talsmenn skefja-
lausrar einstaklingshyggju, öðrum fremur Nietzsche, fyrirlíta stórborgina
af slíkri heift, en einnig ástæða þess að einmitt íbúar stórborgarinnar elska
þá af slíkri ástríðu, sjá í þeim boðbera og endurlausnara þeirrar þrár sem
þeir fá ekki fullnægt.
Ef menn grafast fyrir um sögulega stöðu þessara tveggja birtingar-
mynda einstaklingshyggju sem nærast á megindlegum jarðvegi stórborg-
arinnar – sjálfstæði einstaklingsins og mótun persónulegrar sérstöðu – öðl-
geoRg siMMel