Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 231

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 231
230 meiri útvíkkun í kjölfarið, af hverjum anga sem út úr henni sprettur vaxa nýir líkt og af sjálfu sér, á sama hátt og auknar tekjur af lóðareign færa eig- andanum af sjálfu sér meiri gróða þegar umferð eykst. Þar með verða meg- indlegir þættir lífsins umsvifalaust að eigindlegum eðlisþáttum. Vettvangur lífsins í smábænum er í grunninn bundinn við og lokaður í honum sjálfum. Stórborgin einkennist af því að bylgjur innra lífs hennar ná til stærra umdæmis þjóðar eða til hins alþjóðlega. Weimar er ekki dæmi um hið gagnstæða, einmitt vegna þess að mikilvægi bæjarins var tengt mikilsháttar einstaklingum og hvarf með þeim en stórborgin einkennist beinlínis af því að hún er ekki háð mikilvægum einstaklingum – þetta er andhverfa og gjald þess sjálfstæðis sem einstaklingurinn nýtur innan hennar. Mikilvægasta einkenni stórborgarinnar felst í því að virknin teygir sig út fyrir náttúrulegt landsvæði hennar og þessi virkni endurvarpast og ljær lífi hennar þunga, vægi og ábyrgð. Maðurinn endar ekki við útmörk eigin líkama eða umdæm- isins sem hann beinlínis fyllir út í með athöfnum sínum, heldur með áhrif- unum sem hann hefur í tíma og rúmi. Á sama hátt samanstendur borgin af þeim heildaráhrifum sem ná út fyrir efnislegt umdæmi hennar. Hér má greina hið raunverulega víðfeðmi þar sem tilvist hennar breiðir úr sér. Þetta bendir til þess að frelsi einstaklingsins, rökleg og söguleg afleiðing þessarar útvíkkunar, verði ekki aðeins skilið á neikvæðan hátt sem einskært frelsi til að hreyfa sig og segja skilið við fordóma og þröngsýni. Lykilatriðið er að það sérstæða og ósambærilega sem allar verur búa yfir, þegar allt kemur til alls, kemur fram í mótun lífsins. Hvorki við né aðrir skynja og skilja að við fylgjum lögmálum okkar eigin náttúru – en í því felst einmitt frelsið – fyrr en birtingarmyndir þessarar náttúru taka að greinast frá öðrum. Auðkenni okkar sýna að lífsháttum okkar hefur ekki verið þröngv- að upp á okkur. Borgirnar eru til að byrja með miðstöðvar æðstu efnahags- legrar verkaskiptingar og þær taka á sig jafn öfgakenndar myndir og arð- bært starf „fjórtánda mannsins“ í París, persónur sem eru auðkenndar með skiltum á íbúðum sínum og sitja uppáklæddar til taks um kvöldmatarleytið svo hægt sé að sækja þær í skyndi ef þrettán manns sitja saman til borðs. Eftir því sem borgin vex verða skilyrði verkaskiptingarinnar afdráttarlaus- ari: stærð samfélagseiningarinnar leiðir til þess að hún er opin fyrir afar fjölbreytilegri starfsemi, um leið og samþjöppun einstaklinganna og bar- átta þeirra um kaupendur knýr þá til sérhæfðra verka sem ekki verður auðveldlega skipt út fyrir önnur. Mestu skiptir að borgarlífið hefur umbreytt lífsbaráttunni í náttúrunni í átök á milli manna, ávinningurinn geoRg siMMel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.