Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 231
230
meiri útvíkkun í kjölfarið, af hverjum anga sem út úr henni sprettur vaxa
nýir líkt og af sjálfu sér, á sama hátt og auknar tekjur af lóðareign færa eig-
andanum af sjálfu sér meiri gróða þegar umferð eykst. Þar með verða meg-
indlegir þættir lífsins umsvifalaust að eigindlegum eðlisþáttum. Vettvangur
lífsins í smábænum er í grunninn bundinn við og lokaður í honum sjálfum.
Stórborgin einkennist af því að bylgjur innra lífs hennar ná til stærra
umdæmis þjóðar eða til hins alþjóðlega. Weimar er ekki dæmi um hið
gagnstæða, einmitt vegna þess að mikilvægi bæjarins var tengt mikilsháttar
einstaklingum og hvarf með þeim en stórborgin einkennist beinlínis af því
að hún er ekki háð mikilvægum einstaklingum – þetta er andhverfa og
gjald þess sjálfstæðis sem einstaklingurinn nýtur innan hennar. Mikilvægasta
einkenni stórborgarinnar felst í því að virknin teygir sig út fyrir náttúrulegt
landsvæði hennar og þessi virkni endurvarpast og ljær lífi hennar þunga,
vægi og ábyrgð. Maðurinn endar ekki við útmörk eigin líkama eða umdæm-
isins sem hann beinlínis fyllir út í með athöfnum sínum, heldur með áhrif-
unum sem hann hefur í tíma og rúmi. Á sama hátt samanstendur borgin af
þeim heildaráhrifum sem ná út fyrir efnislegt umdæmi hennar. Hér má
greina hið raunverulega víðfeðmi þar sem tilvist hennar breiðir úr sér.
Þetta bendir til þess að frelsi einstaklingsins, rökleg og söguleg afleiðing
þessarar útvíkkunar, verði ekki aðeins skilið á neikvæðan hátt sem einskært
frelsi til að hreyfa sig og segja skilið við fordóma og þröngsýni. Lykilatriðið
er að það sérstæða og ósambærilega sem allar verur búa yfir, þegar allt
kemur til alls, kemur fram í mótun lífsins. Hvorki við né aðrir skynja og
skilja að við fylgjum lögmálum okkar eigin náttúru – en í því felst einmitt
frelsið – fyrr en birtingarmyndir þessarar náttúru taka að greinast frá
öðrum. Auðkenni okkar sýna að lífsháttum okkar hefur ekki verið þröngv-
að upp á okkur. Borgirnar eru til að byrja með miðstöðvar æðstu efnahags-
legrar verkaskiptingar og þær taka á sig jafn öfgakenndar myndir og arð-
bært starf „fjórtánda mannsins“ í París, persónur sem eru auðkenndar með
skiltum á íbúðum sínum og sitja uppáklæddar til taks um kvöldmatarleytið
svo hægt sé að sækja þær í skyndi ef þrettán manns sitja saman til borðs.
Eftir því sem borgin vex verða skilyrði verkaskiptingarinnar afdráttarlaus-
ari: stærð samfélagseiningarinnar leiðir til þess að hún er opin fyrir afar
fjölbreytilegri starfsemi, um leið og samþjöppun einstaklinganna og bar-
átta þeirra um kaupendur knýr þá til sérhæfðra verka sem ekki verður
auðveldlega skipt út fyrir önnur. Mestu skiptir að borgarlífið hefur
umbreytt lífsbaráttunni í náttúrunni í átök á milli manna, ávinningurinn
geoRg siMMel