Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 238
237
Johns Locke: „Hver maður [hefur] eignarrétt yfir sjálfum sér, og yfir honum
sjálfum getur enginn annar haft neinn rétt. Vér getum því sagt að hann sé
réttmætur eigandi vinnu sinnar og handverks“.3 Þessi orð opna fyrir vöru-
væðingu á líkamlegri getu hverrar manneskju til að vinna. Eigi að síður,
eins og Bridget Anderson bendir á, þar sem Locke áleit að líkaminn væri
fenginn frá Guði og því heilagur, taldi hann að „maður[inn] hefði ekki
sömu tengsl við líkama sinn eins og hann hefur gagnvart öðrum eignum ...
Svo maðurinn hefur ekki rétt til að fremja sjálfsvíg eða hneppa sjálfan sig í
þrældóm, sökum þess að hann er verk Guðs“.4
Hugtak frjálshyggjunnar um eign á eigin persónu vekur því upp ákveðnar
spurningar um hvað getur og hvað getur ekki í rauninni verið vöruvætt
og notað í samningum manna í millum á markaði. Í þeim skilningi virðist
þetta vera það sem oft er undirliggjandi í deilum um vændi hjá samtíma
evrópsk-amerískum femínistum. Til dæmis spurningar á borð við: myndar
kynlífsgeta líkamans eign á persónu eða er ómögulegt að aðskilja kynlíf
frá persónu án þess að valda skaða? Brjóta vændislög á náttúrulegum rétti
vændiskonunnar til að framselja lögmæta eign sína sjálfviljug eða brýtur
vændissamningurinn sjálfur á hennar náttúrulega rétti til að halda reisn?5
Marxískir hugsuðir sjá frjálshyggjuorðræðuna um eignir, vinnu, samn-
ingsbundið samþykki og frelsi sem röð tilbúinna atriða sem þjóna þeim
tilgangi að hylja eða náttúruvæða feikilega ósamhverfu efnahagslegs, sam-
félagslegs og stjórnmálalegs valds. Þeirra rök eru að vinna einstaklings
(hvort sem hún tekur til kynlífs, tilfinninga, sálar eða handa) sé, með
orðum Bravermans, „eins og öll önnur lífræn ferli og líkamleg virkni...
óframseljanleg eign mennskra einstaklinga.“ Vegna þess að hún getur ekki
verið aðskilin frá persónu verkamannsins, þá er það ekki vinna sem er
notuð í vöruskiptum, seld eða afhent á markaðnum. Það sem verkamenn
selja og sem atvinnurekendur kaupa „er ekki samkomulag um magn vinnu,
heldur aflið til að vinna yfir ákveðinn umsaminn tíma“.6 Þar sem eign á pers-
3 John Locke, Ritgerð um ríkisvald, þýð. Atli Harðarson, Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag, 1993, bls. 67.
4 Bridget Anderson, Doing the dirty work? The global politics of domestic labour, London:
Zed, 2000, bls. 3.
5 Sjá t.d. Carole Pateman, The Sexual Contract, Cambridge: Polity, 1988; Kathleen
Barry, The Prostitution of Sexuality, New york: New york University Press, 1995;
Sheila Jeffreys, The Idea of Prostitution, Melbourne: Spinifex, 1997; Wendy Chapk-
is, Live Sex Acts: Women Performing Erotic Labour, London: Cassell, 1997.
6 Harry Braverman, Labor and Monopoly Capital, New york: Monthly Review Press,
1974, bls. 54.
RéTT OG RANGT UM VæNdi