Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Side 28
27
Í sama texta heldur Marx því fram að tilvísun til mannúlegra gilda á borð
við traust til að skýra siðferðisgrundvöll lánaviðskipti sé aðeins yfirvarp. Í
raun afhjúpi slík viðskipti algjört vantraust milli manna og firringu þeirra
hvers frá öðrum. Lánstraust er þannig ekki raunverulegt traust sem við-
urkennir áhættuna sem felst í öllum mannlegum samskiptum, heldur tor-
tryggni sem sífellt þarf að fóðra með rannsóknum og athugunum á láns-
hæfi viðkomandi einstaklings, en hugtakið „lánstraust“ er ekkert annað en
tilraun til að spá fyrir um hversu líklegur hann sé til að standa við skuld-
bindingar sínar í framtíðinni. Tengingin milli framtíðar og fortíðar sem
skuldsetning gerir sjálfsveruna ábyrga fyrir, í formi línulegrar sjálfssögu,
byggir ekki síst á orðheldni og öðru því sem varðar siðferði og traust.
Um leið og fjármálaviðskipti peningavæða persónutengsl sem segja
má að liggi allri mannlegri tilveru til grundvallar, svo sem getuna til að
gefa og standa við loforð líkt og Nietzsche og Graeber fjalla um, þá leiða
þau til áráttukennds áhuga á því að flokka og greina einstaklinga og safna
um þá upplýsingum. Í Konum er ónotakenndinni vegna slíkrar hnýsni lýst
þegar Eva sækir um styrkinn hjá bankanum, ferli sem á sér samsvörun í
grannskoðun einkalífsins, greiðslu- eða lánshæfismatinu, sem fjármála-
stofnanir áskilja sér rétt til að framkvæma. Í viðtalinu sem Evu er veitt
við Emil og bandarískan kollega hans til að skera úr um hvort bankinn
hyggist styrkja heimildarmynd hennar er fyrst spurt „svipaðra spurninga
og fjármálastjórinn hafði gert áður“ en svo verða spurningarnar „hægt
og bítandi persónulegri“. Spurningarnar fara að snúast um andlát móður
hennar, tengslaleysið við föður hennar í Kaliforníu og samband Evu við
Hrafn – allt neyðir þetta hana til að viðurkenna varnarleysi sitt uns hún
brotnar niður og opnar „dýpstu innviði hjartans“ eins og Marx kallaði það.
Loks „rifjaðist upp fyrir henni af hverju hún væri þarna: til að fá styrk til
kvikmyndagerðar – ekki í yfirheyrslu, og þegar hún minntist á þetta varð
Emil afsakandi“ (k 135).
Eva spyrnir þannig við fæti og minnir á að svo nærgöngular spurningar,
sem ganga yfir persónuleg mörk, ættu ekki að vera nauðsynlegar til þess að
styrkumsókn hennar sé tekin til greina. Þó birtist í þessari kröfu bankans
einmitt sú tegund óræðs valds sem Foucault taldi að væri fylgifiskur þró-
unarinnar í átt að samfélagi „frumkvöðulsins“ sem einkennt hefur atvinnu-
hætti í vestrænum samfélögum síðan um 1970.45 Með skuldsetningu, til að
þennan texta Marx í Lazzarato, The Making of the Indebted Man, bls. 54–61 og hjá
dienst, The Bonds of Debt, bls. 148–149.
45 Michel Foucault, The Birth of Biopolitics. Lectures at the Collège De France, 1978– 79,
FJÁRMÁLAVæðiNG OG MÓTUN TÍMANS Í KoNUM EFTiR STEiNAR BRAGA