Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Side 149
148
meiri en þau mótmæli sem farið höfðu fram áratugina á undan. Þar stend-
ur upp úr taktfasta ákallið „vanhæf ríkisstjórn,“ í taktinum 4/4 ♩♩♫♩,
sem hljómaði endurtekið á Austurvelli dagana eftir að þing kom saman
eftir jólaleyfi 20. janúar 2009. Aðrir mikilvægir hávaða viðburðir voru,
eins og áður sagði, til dæmis hávaðatruflun á útsendingu sjónvarps frá
stjórnmálaumræðum á Hótel Borg á gamlársdag, en þá náði hávaðinn yfir-
tökum og náði að trufla hefðbundna uppsetningu stjórnmálaum ræðnanna.
Og þó að ekki sé tækifæri hér til þess að nefna nema nokkra atburði í
hávaðaþróun mótmælanna, er rétt að minnast á átök sem voru upp-
takturinn að mótmæla hávaðanum sem einkenndi veturinn 2008–2009:
trukka flaut og „gassönginn“.
Í mars og apríl 2008 notaði hópur vörubifreiðastjóra bílflautur til þess
að vekja athygli á málstað sínum með látum í kringum Alþingishúsið og á
fleiri stöðum. Kröfur vörubifreiðastjóra tengdust eldsneytisverði og sköp-
uðu bílstjórarnir bæði umferðaröngþveiti en ekki síður hávaða þar sem
mótmæli þeirra fóru fram. Vörubifreiðastjórar höfðu staðið fyrir mótmæl-
um 2005, en eins og kemur fram í samantekt lögreglunnar um „skipulag
lögreglu við mótmæli 2008–2011“ voru aðgerðirnar 2008 mun umfangs-
meiri en 2005 og bílflautur í grennd við Alþingishúsið voru áberandi í
hljóðlandslagi miðbæjarins fram á sumarið 2008.30
Í skýrslu Geirs Jóns Þórissonar um aðgerðir lögreglunnar í tengslum
við mótmæli á árunum 2008–2011 er gefið í skyn að aðgerðir trukkabíl-
stjóra hafi haft áhrif á mótmælamenninguna í kringum búsáhaldabylt-
inguna. Tengir höfundur þar saman mótmæli bílstjóra og síðan mótmæli
í kjölfar hrunsins, en aðalpersónur úr fyrri hluta skýrslunnar, til dæmis
Sturla Jónsson sem farið hafði fyrir vörubifreiðastjórum í upphafi árs
2008, birtast aftur í umfjöllun um búsáhaldabyltinguna. Í lýsingu Geirs
Jóns er þessi þráður mikilvægur en hann segir meðal annars um atburði
fyrir framan Alþingishúsið 20. janúar 2009:
Sturla Jónsson, vörubifreiðastjóri, var mættur á staðinn með gaskút
á bakinu, sem tengdist stórum flautum og gaf þetta frá sér mik-
inn hávaða. Þetta varð til þess að KHÞ óskaði eftir að keyptir yrðu
eyrnatappar fyrir lögreglumenn. Hávaðinn, bæði frá flautum Sturlu
og öskrum fólksins, var orðinn mjög íþyngjandi og pirrandi fyrir
lögreglumenn.31
30 Geir Jón Þórisson, Samantekt á skipulagi lögreglu, bls. 10.
31 Geir Jón Þórisson, Samantekt á skipulagi lögreglu, bls. 98.
njörður SigurjónSSon