Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 48
47
var upphaflega kærður fyrir okur en kæran felld niður.32 Hann hafði líkt
og Sigurður Berndsen auðgast á leynivínssölu á kreppuárunum og var kall-
aður „alþekktur og alræmdur afbrotamaður“ í blaðafregnum árið 1935.33
Elías þessi útskrifaðist með verslunarpróf árið 1915 og sagðist í viðtali
við Morgunblaðið árið 1959 hafa haft stjórn á lífi sínu til 1924 en verið
„Hafnarstrætisróni í 20 ár“. Hann bætir síðan við: „Það skuluð þið vita að
ég hef kunnað að kalkúlera rétt og bókhaldið er hreinasta snilld.“ Upphaf
viðtalsins segir allt um þjóðfélagsstöðu Elíasar, en þar segir: „Átti jafn-
virðulegt blað og Morgunblaðið að hitta að máli jafnóvirðulegan mann og
Elías Finnsson Hólm, fyrrum tukthúslim, ...“.34
Sama átti við um hinna þrjá dæmdu lögfræðinga. Í dómum þeirra kemur
fram að þeir voru allir á sakaskrá fyrir margs konar minniháttar glæpi sem
flestir tengdust áfengi með einhverjum hætti; vínsölu, akstur undir áhrif-
um áfengis eða einhver spell sem auðsjáanlega voru framin undir áhrifum
áfengis. Það verður ekki séð að okurlánararnir sjálfir hafi verið hátt skrif-
aðir, þrátt fyrir að fólk sem virðingar naut í samfélaginu hafi látið þá ávaxta
fyrir sig fjármuni.
Niðurstaðan er því sú að okurlánakerfið íslenska hafi verið mjög víð-
tækt með nokkuð samræmdum lánakjörum og leikreglum sem eru í megin-
atriðum þau sömu og nú þekkjast í þróunarlöndum, utan þess að okur-
lánarar hérlendis virðast hafa haft full not af dómskerfinu við innheimtu
sinna skulda sem yfirleitt er ekki raunin erlendis. Öfugt við þróunarríki
nútímans var Ísland á tuttugustu öld með þróað réttarkerfi og skilvirka
vernd eignarréttar. Ísland var árið 1955 þegar komið með umfangsmikið
formlegt fjármálakerfi, ólíkt þróunarríkjum. Sú spurning hlýtur að vakna
hvers vegna venjulegt fólk þurfti á okurlánum að halda í þróuðu hag-
kerfi með víðtæka bankastarfsemi? Til þess að svara þeirri spurningu er
nauðsynlegt að grafa dýpra eftir rótum okurlánakerfisins í stofnanaupp-
byggingu landsins og lagasetningu.
32 „Réttarrannsókn í málum sex fjármálamanna af sjö lokið“ Þjóðviljinn, 21. árg., 60.
tbl., 11. mars, 1956, forsíða.
33 „Elías Hólm tekinn fastur fyrir áfengissölu“ Alþýðublaðið, 16. árg., 147. tbl., 3. júní,
1935, forsíða.
34 „Samtal um vínið og bikarinn“ Morgunblaðið, 46. árg., 259. tbl., 20. nóvember 1959,
bls. 10.
OKURMÁLiN Í AUSTURSTRæTi