Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 23
22
höfum þegar séð hvernig formgerð fjármálaauðmagnsins seilist inn í sjálft
flæði tímans með því að snúa undir sig virðisformið, það er að segja leysa
út til sín virðisaukann M-M´ og skjóta hinu nauðsynlega millistigi C á
áhættusaman frest. Fjármálaauðmagn gengur því skrefinu lengra í mótun
framtíðarinnar, og leitast ekki aðeins við að sjá hana fyrir heldur beinlínis
festa hönd á því sem henni tilheyrir. Slíkur viðsnúningur forms bæði þrí-
víðs rúms og tíma leikur einmitt stórt hlutverk í Konum.
Eitt það fyrsta sem fangar auga Evu eftir að hún flytur inn í íbúð banka-
mannsins Emils er „eitthvað sem líktist dæld í veggnum“ á svefnherberg-
inu (k 10). Með aðstoð framandgervingar vekur textinn á áhrifaríkan hátt
upp furðu og heilabrot gagnvart þessum undarlega hlut:
Beint framan við andlitið á henni var sporöskjulaga dæld, eins og
skál hefði verið greypt inn í vegginn; nálægt miðju dældarinnar var
önnur minni sem dýpkaði að neðanverðu, og sitt hvorum megin
ofan við þessa miðjudæld mótaði fyrir tveimur öðrum, smærri og á
stærð við möndlur.
Eftir því sem hún rýndi lengur inn í vegginn, þeim mun flóknara
varð mynstrið og þeim mun fleiri urðu íbjúgu og sveigðu línurnar
og dældirnar, og allt tók þetta að hringast hvert um annað þar til
skyndilega að hún sá: hún var að horfa inn í andlit, eða öllu heldur
mót af andliti einhvers – grímu sem hafði verið höggvin inn í vegg-
inn. (k 10–11)37
Ef marka má Shklovskíj getur framandgerving fundið sér stað hvarvetna
þar sem form er annars vegar, en hún gegnir því hlutverki að brjóta niður
þá klassísku hugmynd, sem rekja má allt til immanuels Kant, að fagurfræði-
leg upplifun feli umfram allt í sér að fella skynjunina undir fyrirframgefin
form eða að sjá algild form að verki í hinu einstaka. Framandleikatækni
listarinnar felst samkvæmt Shklovskíj í því að gera hluti ókunnuglega, að
gera form torræð, að lengja og torvelda skynjunina, og draga þannig fram
í dagsljósið verðandi formunarinnar fremur en að staðfesta einungist tilvist
37 Framandgerving er eitt höfuðeinkennið á stíl Steinar Braga og gegnir til að mynda
ríku hlutverki við að slá tóninn á upphafssíðum annarrar skáldsögu hans, Sólskins-
fólkið (Reykjavík: Bjartur, 2004). Þar er hversdagslegum hlut, geisladisk, lýst á
hárnákvæman hátt en þó þannig að lesandinn á fyrst um sinn í erfiðleikum með að
bera kennsl á hann.
ViðaR ÞoRsteinsson