Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 49
48
Upphaf okurlána á Íslandi
Í íslenskri orðabók er hugtakið okur skilgreint sem „auðgunarbrot sem felst
í því að maður notar sér bágindi annarra til þess að hagnast á viðskiptum
sínum við þá“.35 Sami skilningur kemur fram í skýrslu okur lánanefndar
en þar segir: „merking orðsins „okur“ oft höfð víðtækari en svo, að það
taki til peningalána eða eignalána einvörðungu, og það látið tákna öll
viðskipti, þar sem hinn sterkari viðskiptaaðili notar aðstöðu sína gagn-
vart hinum veikari til þess að hagnast óhæfilega.“ Hins vegar ef litið er
til lánaviðskipta sérstaklega er það vitaskuld túlkunaratriði hvenær vextir
séu sanngjarnir og hvenær okur. innan helstu trúarbragða heimsins – svo
sem gyðingdóms, kristni og íslam – voru vextir af dauðu fé löngum taldir
ósamrýmanlegir Guðslögum. Gildir þá einu hvort vextirnir voru háir eða
lágir.36 Sama á við þegar reynt er að leggja siðferðilega mælistiku á það
hvað réttlátir vextir eigi að vera. Og raunar gefur okurnefndin það álitaefni
frá sér í skýrslu sinni
Þar eð kjarni hugtaksins okurs er siðferðilegs eðlis, er að sjálfsögðu
ógerningur að skýrgreina endanlega og í eitt skipti fyrir öll, hvað
teljast skuli „okur“. Meðan samningsfrelsið er einn af hyrning-
ar steinum viðskiptalífsins, verður „okur“ því aðeins til sem skýrt
afmarkað hugtak, að löggjafinn kveði á um, hvenær rétturinn til
frjálsra samninga sé misnotaður svo, að ástæða sé til þess að tak-
marka hann. Hugtök eins og „vextir“, „laun“, „verð“ o. s. frv. eru
efnahagshugtök. sem ávallt og alls staðar tákna hið sama. En hug-
takið „okur“ er réttarhugtak. sem grundvallast á siðgæðismati og
þarf því ekki ávallt og alls staðar að hafa sömu merkingu.37
Af sjónarhóli hagfræðinnar er hægt að líta á neytendavernd sem grunn-
ástæðu fyrir lögfestingu vaxta til þess að leiðrétta mögulegan aðstöðumun
á milli lánardrottins og skuldunautar. En þá er vart hægt að skilgreina
okurvexti á annan hátt en sem vaxtakröfur er víkja verulega frá markaðs-
vöxtum sem viðkomandi lántaki er neyddur eða narraður til þess að sam-
35 Íslensk orðabók, bls. 710. Reykjavík: Mál og menning, 1993.
36 Sjá umfjöllun um siðferðilega og trúarlega túlkun á okri hjá Constant J. Mews og
ibrahim Abraham „Usury and Just Compensation: Religious and Financial Ethics
in Historical Perspective“. Journal of Business Ethics, 72 (1), 2007, bls 1–15.
37 Skýrsla um störf nefndar þeirrar er neðri deild Alþingis kaus 22. marz 1955 til rann-
sóknar á okri, þingskjal 464. Alþingistíðindi 1955, 75. löggjafarþing. A. Þingskjöl,
bls 1339.
ÁsgeiR Jónsson