Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 203
202
En er þessi þróun innan fagsins hin sama og þróun íslenskrar heim-
speki? Til þess að svara því þyrfti fyrst að komast að því hvort yfirhöfuð sé
til einhver heimspeki sem mætti lýsa sem íslenskri. Í formála ritstjóra segir
að ætlunin sé aðeins að veita lesendum „vissar vísbendingar“ (8) um hvern-
ig megi svara spurningum á borð við þær hvort íslensk heimspeki hafi sér-
stöðu og ákveðin einkenni sem séu frábrugðin annarri „þjóðarheimspeki“;
þau einkenni gætu síðan gefið tilefni til að tala um „íslenska heimspeki“.
En þótt þessum vísbendingum væri raðað á markvissari hátt en gert er í
greinasafninu er ég ekki viss um að það dygði til þess að svara spurning-
unni. Það getur ekki verið nóg að einblína á eitt fræðasvæði til þess að
meta hvað einkennir það, heldur þarf einnig að bera það saman við nær-
liggjandi fræðaheima, t.d. á Norðurlöndum eða Bandaríkjunum og víðar.
Þannig kemur mismunurinn við útlönd betur í ljós og hægt að draga af
honum ályktun um hversu sérstæð heimspekiiðkun á Íslandi er. Ef til vill
flækir það slíkan samanburð að hér landi býður aðeins einn háskóli upp á
eiginlegt heimspekinám á meðan heimspekideildir í nágrannalöndunum
sérhæfa sig oft í mismunandi sviðum greinarinnar. Manni býður þó í grun
að sýna megi fram á að heimspekingar taki hér á landi meiri þátt í sam-
félagsumræðunni og fræðastörf þeirra mótist meira af samtímaviðburðum
en af fargi heimspekisögunnar og sígildra verka, eins og mér hefur virst
vera víða í Evrópu. En slíkur samanburður væri efni í aðra rannsókn eða
rannsóknir.9
Bygging ritsins
Að inngangi frátöldum skiptast greinarnar í þrjá hluta og stendur hver
þeirra fyrir ákveðna kynslóð heimspekinga: Hinn fyrsti (Overtures) segir frá
frumkvöðlunum Páli Skúlasyni, Þorsteini Gylfasyni, Arnóri Hannibalssyni
og Mikael M. Karlssyni. Annar hlutinn (developments) er einkum um
ýmsa af fyrstu nemendum þeirra sem bættust síðar í kennarahópinn,
þau Vilhjálm Árnason, Svavar Hrafn Svavarsson, Róbert H. Haraldsson,
Kristján Kristjánsson og Sigríði Þorgeirsdóttur, en hún er ein þeirra um
að hafa stundað allt sitt heimspekinám erlendis. Þriðji hlutinn (Variations)
fjallar síðan um þau Þorvarð Árnason, Eyju Margréti Brynjarsdóttur, Ólaf
Pál Jónsson og Björn Þorsteinsson. Raunar er ekki ljóst við hvað þau ættu
9 Í raun ætti að vera hægðarleikur að skoða á hvaða sviðum heimspekinnar hefur
verið skrifað hér á landi og grófflokka þær birtingar eftir tímabilum. Þannig þyrfti
ekki aðeins að geta sér til um hvar áherslan hefur legið á hverjum tíma (eða á öllum
tímum).
egill aRnaRson