Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 33
32
á hinstu dögum bandaríska auðsöfnunarhringsins sem Giovanni Arrighi
ræðir um.
Hvort sem um er að ræða „mjúka“ formun tímans í gegnum sjálfvilj-
uga þátttöku af því tagi sem Eva upplifði meðan hún var frjáls og rótlaus
eða „harða“ formun í gegnum líkamlegt ofbeldi bankamannanna vekja
Konur okkur til vitundar um ógnvænlegt vald fjármálavæðingar yfir sjálfs-
verunni, tíma hennar og félagstengslum á 21. öldinni. Skáldleg endalok
flóttans í sögu Steinars Braga minna á skrif Malabou í bók sinni ontology
of the Accident þar sem hún ræðir um eyðileggjandi mótunarhæfni eða
„destructive plasticity“, en listaverk Novaks tengja einmitt saman formun
og eyðileggingu líkt og komið hefur fram. Þessi myrka og skaðlega teg-
und mótunarhæfni svarar til þess ástands þegar formun tímans býður ekki
lengur upp á vöxt og framþróun, og jafnvel flóttinn sjálfur hefur gengið
sér til húðar. „Umbreyting í gegnum eyðileggingu er ekki það sama og
flótti; hún er öllu heldur form hins ómögulega flótta“, skrifar Malabou.55
Ef fjármálavæðing síðustu áratuga er eitt slíkt form hins ómögulega flótta,
vaknar spurningin hversu lengi hagkerfi Vesturlanda geta reitt sig á skulda-
söfnun og spákaupmennsku og hversu lengi almenningur getur sætt sig við
eyðileggingarmátt niðurskurðar. Framleiðslukreppa Evu, hvort sem átt
er við barnsmissi hennar eða staðnaðan starfsferil, leiðir til innilokunar
í gluggalausu herbergi í íburðarmikilli glæsiíbúð og fullkomnar þannig
myrka allegóríu Kvenna við fjármálavætt öngstræti efnahagskerfisins.56
Á G R i P
Fjármálavæðing og mótun tímans í Konum eftir Steinar Braga
Í ritgerðinnni er rýnt í skáldsöguna Konur eftir Steinar Braga og sett fram sú tilgáta
að fundir aðalpersónunnar Evu við ofbeldishneigða íslenska bankamenn á tímum
góðærisins, auk þess að vera sterk ádeila, bjóði upp á rannsókn á formgerðum fjár-
málaauðmagns. Ólíkt mörgum „hrunsögum“ er því haldið fram að Konur búi yfir
óvenjulega blæbrigðaríkum undirtexta og táknsæi sem snertir á því hvernig fjár-
55 Catherine Malabou, ontology of the Accident. An Essay on Destructive Plasticity, þýð.
Carolyn Shread (Cambridge, Bretlandi: Polity, 2012), bls. 10.
56 Greinin var unnin með stuðningi frá Rannsóknarnámsjóði RANNÍS, styrknúmer
120866–0061. Höfundur óskar eftir að þakka tveimur nafnlausum ritrýnum Ritsins,
Jóni Ólafssyni ritstjóra þess og Friðriki Sólnes Jónssyni enskufræðingi fyrir afar
gagnlegar athugsemdir. Greinin er að hluta byggð á erindi sem flutt var á árlegri
ráðstefnu American Comparative Literature Association í mars 2015 í Seattle.
ViðaR ÞoRsteinsson