Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 135
134
Gordon, Peter. C., Barbara. J. Grosz og Laura. A. Gilliom. 1993. Pronouns,
names, and the centering of attention in discourse. Cognitive science 17,3:311–
347.
Höskuldur Þráinsson. 2005. Setningar: Handbók um setningafræði. Íslensk tunga
iii. Ritstjóri og aðalhöfundur Höskuldur Þráinsson. Meðhöfundar Eiríkur
Rögnvaldsson, Jóhannes Gísli Jónsson, Sigríður Magnúsdóttir, Sigríður Sig-
urjónsdóttir og Þórunn Blöndal. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
Íslendingabók. [Án ártals]. Íslensk erfðagreinin ehf. og Friðrik Skúlason ehf.
https://www.islendingabok.is. [Sótt 20.07.2014]
Livia, Anna. 2001. Pronoun Envy. Oxford: Oxford University Press.
Jörgen Pind (ritstjóri), Friðrik Magnússon og Stefán Briem. 1991. Íslensk orðtíðni-
bók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
Saarinen, Risto. 2003. The surplus of evil in welfare society: Contemporary
Scandinavian crime fiction. Dialog: A Journal of Theology 42,2:131–135.
Tinna Eiríksdóttir. 2012. Hvað er svona merkilegt við það að vera karlmaður? BA rit-
gerð í almennri bókmenntafræði. http://skemman.is [Bein slóð: http://skemm-
an.is/item/ view/1946/11389. Sótt 25.05.2014.]
Úrskurður um mannanafnið Marion nr. 34/2006. [Bein slóð http://www.urskurdir.
is/ domsOgKirkjumala/Mannanafnanefnd/nr/2258. Sótt 04.06.2014.]
Á G R i P
Mál og kynóvissa í íslensku:
Ráðgátan um Marion Briem
Einvígið (2012) er glæpasaga eftir Arnald indriðason þar sem kyni aðalpersón-
unnar, Marion Briem, er haldið leyndu fyrir lesandanum. Með þessu býr höf-
undur til áhugaverða en jafnframt óleysanlega ráðgátu sem lesandanum er ætlað
að glíma við á meðan lögreglan færist sífellt nær því að leysa gátuna um morðið í
Hafnarbíói. Til að ná þessu markmiði þarf fyrst og fremst að sneiða hjá kyngrein-
andi fornöfnum eins og hann og hún. Þetta gerir höfundurinn með því að (a) vísa
til Marion Briem með ýmiss konar nafnliðum sem lýsa persónunni, (b) tala um
líkama eða líkamshluta persónunnar frekar en hana sjálfa og (c) endurtaka sér-
nafnið Marion. Allar þessar aðferðir eru kunnar úr erlendum bókmenntum og það
er líka vel þekkt að samlíðan með persónu minnkar ef aldrei er vísað til hennar
með kyngreinandi fornafni (Livia 2001). Framlag okkar í þessari grein felst eink-
um í tvennu. Í fyrsta lagi bendum við á að þótt endurtekning sérnafns sé algeng
aðferð við að leyna kyni takmarkast hún í tilviki Marion Briem af þekktri hömlu
sem nefnist sínefnihamlan (Repeated Name Penalty, sbr. Gordon, Grosz & Gilliom
1993) og bannar að frumlag sé endurtekið sem frumlag í næstu setningu. Sýnt
var fram á að þessi hamla er alltaf virt í Einvíginu, jafnvel í textabrotum þar sem
stutt er á milli tilvika um sérnafnið Marion. Í öðru lagi leiðum við rök að því að
höfundur Einvígisins forðist stundum að vísa til Marion með því að beina athygl-
ÁSa BryndíS • jóhanneS gíSli • Þórhallur