Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 88
87
að taka ekki mið af hve margbrotnar bókmenntir eru – og hvernig styrkja
megi eigindlegar rannsóknir þannig að niðurstöður þeirra verði meira
en vísbendingar einar.12 Ónefndar eru þá meðal annars vangaveltur um
hvort ekki þurfi að endurskoða ýmislegt í skilningi manna á empírísk-
um bókmenntarannsóknum yfirleitt, og tillögur um hvernig megi standa
að endurskoðun þeirra – eins og þær sem bókmenntafræðingurinn Uri
Margolin setur fram í greininni „Studying Literature and being empirical:
A multifaceted conjunction“.
Forgöngumenn empírískra bókmenntarannsókna í Evrópu lögðu mikla
áherslu á sérstöðu sína eins og talsmönnum nýrra hugmynda er gjarnt.
Þeir töldu sig ganga á brautum vísinda fremur en fræða við litla ánægju
þeirra sem litu svo á að tvenns konar menning ríkti – og ætti að ríkja
– við háskóla ef ekki í samfélaginu öllu, sbr. þekktan fyrirlestur sem eðl-
isefnafræðingurinn og rithöfundurinn Charles Percy Snow hélt árið 1959
um tvenns konar menningu og vísindabyltinguna.13 Hann lýsti reyndar
áhyggjum sínum af gjá milli húmanískra fræða og vísinda sem ætti naum-
ast að vera áhyggjuefni nú þegar þverfagleg samvinna hefur eflst eins og
seinna verður vikið að.
En hugmyndaágreiningur og það sem honum fylgir er víst ekki bara
fortíðarvandi. innan iGEL hefur líka löngum ríkt spenna og ýmiss konar
núningur af því að hugmyndir manna um viðfangsefni, efnistök og aðferð-
ir eru ólíkar.14 Menn velja hins vegar hvort þeir leggja áherslu á það sem
sameinar þá eða hitt sem greinir þá að. Eitt af því sem er gott við skrif Uris
Margolin er að hann gengur ekki út frá hinu ólíka heldur setur hið sameig-
inlega á oddinn um leið og hann tekur mið af ólíkum rannsóknarrömmum
sem hafa markað sviðið sem hann ræðir um. Hann bendir á að bókmenntir
séu tvíþættar og hvorugan þáttinn sé unnt að smætta í hinn. Annars vegar
12 Margrit Schreier, „Qualitative methods in studying text reception“, The Psychology
and Sociology of Literature: In honor of Elrud Ibsch, bls. 35–56. Sjá einnig Willie van
Peer, „Quantitative Studies of Literature. A Critique and an Outlook“, Computers
and the Humanities, 4–5/1989, bls. 301–307.
13 C. P. Snow, The Two Cultures and the Scientific Revolution, The Rede Lecture 1959,
New york: Cambridge University Press, 1961 [1959]. Sbr. einnig Gerard Steen og
dick Schram, „The empirical study of literature: Psychology, sociology, and other
disciplines“, The Psychology and Sociology of Literature, bls. 1–16, hér bls. 2, og Frank
Hakemulder, „A Third Culture: The Empirical Study of Literature, Culture, and
the Arts“. Á ensku er talað um science og humanities en á íslensku er viðtekið að tala
um raunvísindi og hugvísindi.
14 Sbr. Paul Sopčák, „Theoretical and philosophical perspectives: introduction“, bls.
3–5, hér bls. 3.
„MéR FANST EG FiNNA TiL“