Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 209
208
Þræðir og endar
Ljóst er að höfundar höfðu nokkuð frjálsar hendur við samningu kaflanna
enda efnistökin mjög mismunandi. Þó er það aðeins kostur því mismikið
liggur eftir menn og ekki er alltaf auðvelt að draga fram kjarnann í hugsun
þeirra þegar eftir þá liggja rit um heldur óskyld efni. Í öðrum tilvikum er
af svo miklu að taka að höfundar reyna að veita hnitmiðað yfirlit með vel
völdum tilvitnunum. Vissulega tekst höfundum misvel að draga upp heil-
steypta mynd af heimspekingunum og því er erfitt að leggja mat á bókina
sem heild. Einn af helstu kostum hennar er þó hversu oft og ítarlega er
fjallað um doktorsritgerðir heimspekinga, enda virðist mér sem þær hafi til
þessa hlotið takmarkaða umfjöllun, en einnig um ýmsar greinar sem hafa
komið út í erlendum tímaritum og hætt er við að fari yfirleitt alveg framhjá
áhugafólki um heimspeki hér á landi. Þó er spurning hvort það fólk sé
endilega markhópur bókarinnar þar sem henni virðist einkum ætlað að
kynna erlendum lesendum stöðu greinarinnar.
Af lestrinum verður einnig ljóst hvað alþjóðlegt samstarf hefur auk-
ist í greininni á undanförnum árum, sem gerir starfandi heimspekingum
auðveldara að eiga samskipti um viðfangsefni sín en mér virtist vera fyrir
um 20 árum. Samstarf milli greina vekur einnig athygli: Í sumum tilvikum
koma menn inn í heimspekina úr öðrum starfsgreinum, eins og Þorvarður
Árnason sem hafði starfað sem líffræðingur, ljósmyndari og kvikmynda-
gerðarmaður þegar hann fékk áhuga á umhverfissiðfræði (185–186).
Í öðrum tilvikum gera heimspekingar sér með tímanum betur grein fyrir
mikilvægi þess að fag þeirra nýti sér rannsóknir á sviði sálfræði og félags-
fræði, eins og einkennir verk Kristjáns Kristjánssonar (162), eða á sviði
eðlisfræði, sbr. Björn Þorsteinsson (235–236). Síðast en ekki síst birtist það
í hvatningu til heimspekinnar um að hún gangist við skyldleika sínum við
listsköpun, eins og Sigríður Þorgeirsdóttir hefur talað fyrir (174).
Fyrir kemur að höfundar mæli sérstaklega með ákveðnum textum
heimspekinga, t.d. Geir Þ. Þórarinsson um Þorstein Gylfason (48), og
hefði í raun alveg mátt gera meira af því. Það er óhjákvæmilegt að umfjöll-
un einstaklings um verk og störf annars manns verði nokkuð huglæg og
því ástæðulaust fyrir höfunda að forðast að leggja einstaklingsbundið mat
á þau. Raunar er eitt af þeim stefjum sem ganga í gegnum bókina við-
ureign hinna ólíku heimspekinga við afstæðishyggju, hvort heldur í mynd
sjálfveruhyggju (e. solipsism) eða póstmódernisma, þótt það sé of sígilt við-
egill aRnaRson