Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 188
187
tíma samkvæmt Kristevu? „Le dialogisme, plus que le binarisme, serait
peut-être la base de la structure intellectuelle de notre époque“,14 segir í
frumtextanum.
Eins og formáli Garðars að Sporum er til vitnis um innleiddi Bók-
menntafræðistofnun póststrúktúralisma í þeirri bláeygu trú að þar með
væru hugvísindin komin handan við stefnur, yfir á svið þar sem stimplum
og kerfum yrði aflétt. Ekki þarf að fjölyrða um hættuna sem fylgir því
þegar hugmyndafræði er boðuð á slíkum forsendum. Spor höfðu og hafa
enn mikið vægi: Fimm af tíu þýðingum voru hluti af námsefni í Stefnum
í bókmenntafræði sem undirritaður tók í grunnnáminu við Háskóla Íslands
haustið 2010, grein Kristevu t.d. notuð til að útskýra það sem hún getur
ekki skýrt: margröddun. Í upprunalega textanum og enn frekar í þýðingu
Garðars er margröddun og samræða tálguð niður í textatengsl og tvírödd-
un. Enda voru bæði frumtexti og þýðing hluti af ákveðnu agenda. Þrjár af
tíu þýðingum í Sporum birtust fyrst á prenti árið 1967 – „Orð, tvíröddun
og skáldsaga“, „Formgerð, tákn og leikur í orðræðu mannvísindanna“ eftir
derrida og grein Barthes, „dauði höfundarins“ sem fyrst birtist í haust-
hefti Aspen Magazine undir yfirskriftinni Post Modern Perspectives. Tæpum
aldarfjórðungi síðar var loks ráðist í samhent átak til að miðla þessari deiglu
inn í fræðilega umræðu á Íslandi – og þótt sumt hafi misfarist verður ekki
framhjá því litið að Garðar og aðstandendur Spora unnu þrekvirki. Hugtök
og heiti innihélt skýringar en Spor þýðingar, útgáfa ritsins reyndist þegar
upp er staðið veigamikill þáttur í því að íslensk nútímabókmenntafræði
öðlaðist sitt tungumál. Þrátt fyrir að kanónísering leiddi til þess að hugs-
uðir og hugmyndir þeirra væru smættaðar (felldar að stórsögunni sem
verið var að festa í sessi hverju sinni, eins og dæmi Bakhtíns sýnir) var starf
Bókmenntafræðistofnunar þegar upp er staðið stór þáttur í þeirri miklu
grósku sem átti sér stað í fræðilegri umfjöllun um bókmenntir hérlendis á
síðari hluta níunda áratugarins og fyrri hluta þess tíunda.
Miðja vegu milli fræða og frásagnar höfum við höfunda á borð við
Umberto Eco og Milan Kundera, en þýðingar á verkum beggja höfðu
áhrif bæði á íslenska fræðimenn og rithöfunda; árið 1984 kemur út þýðing
Thors Vilhjálmssonar á Nafni rósarinnar, ári síðar hefur Friðrik Rafnsson
sitt yfirgripsmikla þýðingarstarf á verkum Kundera. Það sama ár, 1985,
er tímaritinu Teningi hleypt af stokkum; Félag áhugamanna um bókmenntir
startar öflugri starfsemi ári síðar; sem fyrr segir kemur Ársrit Torfhildar í
14 Júlía Kristeva, „Bakhtine, le mot, le dialogue et le roman“, bls. 464.
ENdALOK NÚTÍMABÓKMENNTAFRæði Á ÍSLANdi