Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 7
6
er hinu magnbundna mati sem í raun byggir á peningahugtakinu lýst sem
leið frá hinu upplifaða og tilfinningalega veigamikla inn í heim yfirráða og
kaldranalegrar, jafnvel ofbeldisfullrar stýringar. Um leið setja höfundarnir
fram beitta gagnrýni á þá tilhneigingu nútímans að þröngva öllu mati á
gæðum og gildum í samhengi hins fjárhagslega útreiknings.
Auk þemagreinanna birtir Ritið að þessu sinni fjórar ritrýndar greinar.
Gunnþórunn Guðmundsdóttir fjallar um örlög gleymskunnar í heimi sam-
skiptamiðlanna sem varðveita persónur og allt athæfi þeirra í netheimum.
Samfélagsmiðlar skapa sjálfsævisögunni nýja vídd og aðferð. Gleymskan
skiptir ekki lengur máli þegar allt er hægt að finna og rekja og jafnvel
dauði einstaklingsins stöðvar ekki endilega tilvist hans á netinu – sam-
skipti við stofnanir, greiðsla skulda og gjalda, samfélagsleg þátttaka, jafnvel
framlag til góðra málefna þarf ekki að vera bundið við framhald jarðlegrar
tilvistar einstaklingsins, eins og dæmin sanna.
Njörður Sigurjónsson greinir þann þátt búsáhaldabyltingarinnar svo-
kölluðu sem lítið hefur verið fjallað um, jafnvel þótt hann hafi verið áber-
andi og mikilvægur hluti hennar. Þetta er sjálfur hávaðinn sem framleidd-
ur var með búsáhöldum og öðrum tólum sem fólk beitti óspart, bæði í
mótmælunum sem fóru á undan stjórnarskiptunum og síðar. Njörður gerir
grein fyrir ólíkum leiðum til að túlka hávaðann, framleiðslu hans og vægi
í átökunum veturinn 2008 til 2009. Hann bendir á að það sé ekki vænleg
leið til greiningar og skilnings á þeim samfélagsóróa sem efnahagshrunið
2008 olli, að telja hljóðheim mótmælanna aukaatriði.
Tvær greinar fjalla um rannsóknir á skáldverkum sem þó beinast ekki að
hefðbundnum viðfangsefnum bókmenntafræðinga. Í greininni „„mér fanst
ég finna til“: Um empírískar rannsóknir á bókmenntum og tvær kannanir
á tilfinningaviðbrögðum við lestur frásagna“ fjalla Bergljót Kristjánsdóttir,
Guðrún Steinþórsdóttir og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir um hvernig
rannsóknir á tilfinningaviðbrögðum lesenda varpa nýju ljósi á lestrarupp-
lifun og lestrarreynslu. Með spurningakönnunum þar sem rýnihópur
svarar spurningum um tilfinningar og aðra upplifunarþætti við lestur má
skoða hvernig lesendur skilja og setja sig í spor sögupersóna og hvernig og
hversu náið þeir lifa sig inn í frásögn. Í rannsóknunum tveimur sem sagt
er frá í greininni er verið að stíga fyrstu skrefin í empírískum bókmennta-
rannsóknum hér á landi, en þær hafa tíðkast víða annarsstaðar um árabil.
Í grein sinni „Mál og kynóvissa í íslensku. Ráðgátan um Marion Briem“
greina þau Ása Bryndís Gunnarsdóttir, Jóhannes Gísli Jónsson og Þórhallur
EyJA MARGRéT BRyNJARSdÓTTiR OG JÓN ÓLAFSSON