Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 55
54
talinn. Baldvin þóttist hins vegar óbundinn af þessu samkomulagi og
leysti til sín víxillinn með afslættinum frá Brandi og fór fram á fulla endur-
greiðslu gagnvart Blöndalsbúð. Málið fór fyrir dómstóla og vann Baldvin í
undirrétti. Lögfræðingur Blöndalsbúðar lagði þá strax fram kröfu um lög-
reglurannsókn á hendur Baldvin fyrir okur en hann gagnkærði fyrir rangar
sakargiftir. Málið fór þó svo að Baldvin féllst á 40% á höfuðstól víxilsins
líkt og aðrir kröfuhafar Blöndalsbúðar og krafa um rannsókn var síðan
felld niður.53
Allir þessir pólitísku þræðir sem lágu frá Blöndalsbúð sýna að það eru
fleiri hliðar á lögsetningu vaxta út frá efnahagslegum forsendum en ein-
göngu neytendavernd. Oft er slík lagasetning hluti af opinberri stefnu-
mörkun sem hefur verið kölluð fjármálabæling (e. financial repression).54
Hún felst í því að halda nafnvöxtum lágum, og raunvöxtum jafnvel nei-
kvæðum, til þess að geta veitt niðurgreiddu lánsfé í pólitíska farvegi.
Slík stefnumörkun gæti verið þáttur í því að fjármagna hið opinbera,
styðja við ákveðnar atvinnugreinar, byggja upp fjármagnsfrekan iðnað,
styrkja byggð á ákveðnum svæðum eða styrkja pólitíska vildarvini. Allt að
einu. Þessi stefnumörkun leiðir iðulega til verulegrar missetningar fjár-
magns (e. misallocation of capital) þar sem sóun og skortur haldast í hend-
ur; sumir geirar efnahagslífsins hafa nær ótakmarkað lánsfé á neikvæðum
raunvöxtum en aðrir lítinn sem engan aðgang. Fjármálabæling leiðir auk-
inheldur gjarna til pólitískrar spillingar þar kjarni stefnunnar felst í því að
lánsfé er skammtað á undirvirði eftir viðmiðum sem ganga gegn venju-
legum rekstrarsjónarmiðum.55 Sparifjáreigendur horfa hins vegar á pen-
inga sína brenna. Þar sem fjármálabæling er við lýði spretta jafnframt upp
óformlegir lánsfjármarkaðir (e. informal credit markets) þar sem fjármagns-
eigendur og hinir fjársveltu aðilar mætast án milligöngu fjármálastofnana.
56 Fjármálabæling var mjög víðtæk í þróunarlöndum á tuttugustu öld og
var meðal annars ætlað að stuðla að iðnvæðingu samhliða verndartollum
53 „Baldvin Jónsson „samdi um það“ að lögreglurannsókn gegn sér félli niður“ Þjóð-
viljinn, 20. árg., 234. tbl., 16. október 1955, forsíða.
54 Sjá nánari umfjöllun um fjármálabælingu hjá til að mynda, Edward S. Shaw, Fin-
ancial Deepening in Economic Development. New york: Oxford University Press,
1973 einnig Ronald i. McKinnon, Money and Capital in Economic Development.
Washington, d.C.: Brookings institution, 1973.
55 Rudiger dornbusch og Alejandro Reynoso. „Financial Factors in Economic
development“ NBER Working Paper No. 2889,
56 Ronald i. Mckinnon, Money and Capital in Economic Development, New york: The
Brookings institution, 1973.
ÁsgeiR Jónsson