Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 223
222
merkingu og eru orðnir að leifum horfinnar menningar, verður að náttúrulegu
umhverfi nútímamannsins, þar sem hann hefur lært að ná áttum en hefur um
leið týnt sjálfum sér. Ferli rökvæðingarinnar, sem frá sjónarhorni Simmels
líkamnast í peningahagkerfinu, hefur leitt manninn inn í nýjan og goðsagna-
kenndan sýndarheim þar sem peningarnir skilgreina þarfir hans og lífsinntak.
Benedikt Hjartarson
Stórborgir og andlegt líf
djúpstæðustu vandamál lífsins í nútímanum spretta af heimtingu ein-
staklingsins á að varðveita sjálfstæði og sérstöðu eigin tilvistar andspænis
ofurefli samfélagsins, sögulegrar arfleifðar, ytri menningar og tækni lífs-
ins – nýjustu birtingarmynd baráttunnar sem hinn frumstæði maður hefur
mátt heyja við náttúruna fyrir líkamlegri tilvist sinni. Átjánda öldin hvatti
manninn til að slíta öll sögulega tilkomin tengsl sín við ríki og trúarbrögð,
siðferði og hagkerfi, þannig að hið upprunalega eðli hans, sem væri gott
og öllum sameiginlegt, gæti þróast óhindrað; nítjánda öldin færði mönn-
um ekki aðeins frelsi, heldur einnig aukna verkaskiptingu og þar með
meiri sérhæfingu í starfi, sem gaf einstaklingnum auðkenni og gerði hann
nánast ómissandi en um leið mun háðari framlagi allra hinna; Nietzsche
taldi vægðarlausa baráttu einstaklingsins, en sósíalisminn bælingu allrar
samkeppni, skilyrði fyrir fullum þroska hans – en hvarvetna birtist sama
grundvallarminnið: einstaklingurinn streitist á móti því að vera jafnaður út
og tærast upp af gangverki þjóðfélags og tækni. Greining á merkingunni
sem býr innra með sérstæðum afurðum lífsins í nútímanum, á sálinni í lík-
ömum menningarinnar ef svo má að orði komast (en ég hef einsett mér að
ráðast í slíka greiningu hér í dag með tilliti til stórborga okkar), verður að
leitast við að leysa úr jöfnunni sem slíkar formgerðir setja á milli einstak-
lingsbundins inntaks lífsins og þess sem ekki er bundið einstaklingnum,
aðlögun einstaklingins að ytri öflum.
Sálfræðilegur grunnur einstaklingsins í stórborginni felst í mögnun
taugalífsins, sem sprettur af snöggum og linnulausum sviptingum ytri og
innri áhrifa. Maðurinn er mismunarvera, þ.e.a.s. vitund hans örvast af
mismuninum á áhrifum tiltekins andartaks og þess sem fór á undan. Þrálát
áhrif, smávægileg frávik og vanabundin regla ferla þeirra og andstæðna
geoRg siMMel