Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 71
70
Að undanförnu hefur verið nokkuð til umræðu svokölluð skilyrðislaus
grunnframfærsla (e. unconditional basic income) og ýmsir stjórnmálamenn
og hagfræðingar hafa lýst sig hlynnta henni, að minnsta kosti í einhverri
mynd, til að mynda Joseph Stiglitz.7 Þótt hugmyndin hafi verið til umræðu
upp á síðkastið og hljómi nýstárlega í eyrum margra þá er hún ekki ný af
nálinni. Hún á rætur að rekja að minnsta kosti aftur til sautjándu aldar og
gegndi að auki nokkuð stóru hlutverki á nítjándu öld í útópískum sósíal-
isma. Hugmyndin um skilyrðislausa grunnframfærslu gengur út á að í
samfélagi þar sem ekki skortir á efnisleg gæði skuli allir meðlimirnir fá
greidda tiltekna fjárhæð með reglubundnu millibili, til dæmis mánaðar-
lega, alveg óháð atvinnuþátttöku. Upphæðin á að vera nægilega há til að
duga fyrir helstu nauðsynjum. Þetta er svokölluð grunnframfærsla. Öllum
er þá tryggð ákveðin lágmarksframfærsla sem er ekki þóknun fyrir vinnu
heldur er um að ræða greiðslu fyrir það eitt að vera til og að tilheyra við-
komandi samfélagi. Í stað þess að fá greitt fyrir að vinna fær fólk peninga
vegna þess að gera má ráð fyrir að það þurfi á þeim að halda. Þannig má
segja að tengslin milli peninga og vinnu séu rofin. Peningar koma þarna
ekki í stað vinnu heldur yrði reglan sú að fólk fengi peninga án þess að
þurfa að vinna fyrir þeim.8
Margir hafa mætt hugmyndinni af tortryggni á þeim forsendum að
vinna verði að koma í stað peningalegs verðmætis. Það gangi ekki að deila
út peningum án þess að vinna komi á móti. Slík andmæli hafa tekið á sig
ýmsar myndir en sumir hafa til dæmis sett fram þau rök að með skilyrð-
islausri grunnframfærslu yrðu hinir lötu verðlaunaðir og að hætta væri á að
London: Practical Action, 2010, bls. 169–178; Jorge Aguero, Michael Carter og
ingrid Woolard, „The impact of Unconditional Cash Transfers on Nutrition: The
South African Child Support Grant“, Southern Africa Labour and development
Research Unit, 2006. Annað dæmi sem nefna má er rannsókn þar sem niðurstöður
þóttu sýna glöggt að peningagreiðslur hefðu jákvæð áhrif á heilsufar en hins vegar
lágu ekki fyrir skýrar niðurstöður um hvort betra væri að þær væru háðar skilyrðum
eða skilyrðislausar: Laura Robertson o.fl., „Effects of unconditional and conditional
cash transfers on child health and development in Zimbabwe: a cluster-randomized
trial“, The Lancet 381(9874), 2013, bls. 1283–1292.
7 Karl Widerquist, „UNiTEd STATES: Nobel Laureate Joseph Stiglitz Endorses
Unconditional Basic income“, Basic Income News, 30. september 2015, http://
www.basicincome.org/news/2015/09/united-states-nobel-laureate-joseph-stiglitz-
endorses-unconditional-basic-income/, sótt 22. október 2015.
8 doris Schroeder, „Wickedness, idleness, and Basic income“, Res Publica 7. árg.,
2001, bls. 1–12, hér bls. 1–2.
eyJa M. BRynJaRsdóttiR