Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 6
5
SKJÁMENNING, TÍSKUMENNING, DÆGURMENNING
einnig U2. „Myndir þú íhuga að senda yfir hálfum milljarði plötuna Songs of
Innocence án endurgjalds og það innan fimm sekúndna?“ spurði Bono, söngv-
ari írsku rokksveitarinnar, á vörukynningarráðstefnu Apple í september fyrr á
þessu ári.5 Spurningunni var beint til Tim Cook, arftaka Jobs, og forsendurnar
fyrir henni voru annars vegar nýjasta plata hljómsveitarinnar, áðurnefnd Songs
of Innocence, og hins vegar iTunes, eitt sinn forrit en núverandi tónlistarmiðja
alheimsins. Cook kinkaði kolli, ýtt var á takka og 500 milljón manns fá plötu
sem enginn hafði beðið um.
Í stað þess að vera sýnidæmi um straumlínulagaða og skilvirka tæknimenn-
ingu nútímans var þessi sambræðingur U2 og Apple áminning um hversu
lítt varið einkalíf fólks í raun er í stafrænum heimi. Skemmst er að minnast
„öryggisgallans“ hjá Vodafone í nóvembermánuði 2013 þegar tugþúsundir
einkaskilaboða „láku“ á netið, skilaboð sem innihéldu m.a. trúnaðarupplýs-
ingar sem fólk hefði sennilega kosið að halda út af fyrir sig. Þá varð mörg-
um hugsað til uppljóstrana Edwards Snowdens sem afhjúpuðu umfangsmesta
eftirlits- og njósnabákn heimssögunnar, leynilegt aðgerðanet sem lagt hafði
undir sig veraldarvefinn og ógrynni fjarskiptatæknistöðva og hafði um árabil
fylgst með netsamskiptum milljarða um heim allan.
Við fréttir sem þessar er hætt við að ljóminn fari af netinu og frelsinu sem
það átti að færa. Um þetta fjallar skáldsaga Thomas Pynchon, Bleeding Edge
(2013), en hún lýsir hvernig böndum er komið yfir netið og síðasta útópíska
rýminu, „DeepArcher“, sem falið er langt utan við Veraldarvefinn (gagnlegt
getur verið að halda í þessa aðgreiningu, vefurinn er ekki netið) og handan þess
sem hnýslar (e. web-crawlers) hætta sér, er að lokum útrýmt. En staðreyndin er
sú að fæst okkar hafa nokkrar einustu áhyggjur af persónuvernd á netinu, það
sýnir sambúð okkar við Facebook – við erum öll viljugir fjölmiðlar lífs okkar –
og skjámenningin er komin til að vera, þótt stundum hlaupi snurða á þráðinn.
Það sem skiptir máli er að með enn mjórri og enn léttari síma í vasanum er
nútímamaðurinn betri en hann var, hann er besta útgáfan af sjálfum sér.
Í þessu þriðja hefti Ritsins árið 2013 birtast þrjár greinar undir þemanu
Skjámenning. Þar á meðal er fyrsta greinin sem skrifuð er á íslensku á sviði
leikjafræða (e. game studies), „Frásögn eða formgerð? Tölvuleikir, leikjamenn-
ing og umbrot nýrrar fræðigreinar“, en þar fjalla Björn Þór Vilhjálmsson og
Nökkvi Jarl Bjarnason um djúpstæðan skoðanaágreining sem mótaði upphafs-
ár leikjafræðinnar og halda því fram að eftirköstin hafi haft meiri áhrif á þróun
fræðigreinarinnar en jafnan er gert ráð fyrir. Jóhanna Gunnlaugsdóttir kynnir
niðurstöður rannsóknar um notkun starfsfólks á samfélagsmiðlum meðan á
5 Upptöku af vörukynningunni má sjá víða á vefnum, t.d. hér https://www.youtube.
com/watch?=38IqQpwPe7s.