Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 359
358
4. innreið útvarps og prentmiðla inn á netið gegnum stafræna endur-
gerð eldra efnis og vefsíður dagblaða,
5. gríðarlegur vöxtur í kerfum sem þjónusta flutning gagna á netinu,
bæði frá dreifingaraðilum til neytenda og frá einum notanda til ann-
ars, svo sem ljósmyndum, kvikmyndum, sjónvarpsefni og tónlist,
6. samfélagsmiðlasíður, eins og Facebook, sem nýr snertiflötur þar
sem allt sem hér hefur verið talið getur tengst, eða einfaldlega til
þess að hafa samband við vini okkar og ná til stuðningsmanna,
7. snertiflötur þar sem hópur getur miðlað hópum í stanslausri útsend-
ingu í tíma og rúmi, eins og „Twitter“,
8. miðlunarforrit („öpp“) fyrir iPhone, Android-síma, BlackBerry og
aðra farsíma.
Þessar nýlegu bylgjur af mettandi miðlun bætast hver ofan á aðra og það
gerir að verkum að hugtakið „mettun“ er ekki lengur viðhlítandi. Flókin
uppbygging miðlunar hefur svipuð lagskipt einkenni og landslag. En óvíst
er hversu mettuð af miðlun veröld hverrar manneskju er – hversu virkt fólk
er að velja úr því landslagi af miðlun sem því býðst.83
Hvað nákvæmlega er verið að velja eða nota? Til viðbótar því sem Henry
Jenkins bendir á að sé enn sem komið er takmarkað úrval grundvallandi
miðla84 upplifum við núna margþætta miðlun (e. media manifold) sem kynn-
ir til sögunnar flókinn vef verkvanga fyrir gagnaflutninga en bakvið þá
liggur athafnasvið internetsins sem er í reynd óendanlegt. Þessi marg-
þætta miðlun er nokkuð sem við getum öll ímyndað okkur, þó að misjafnt
sé hvernig hún birtist í reynd, þar sem öll miðlun er nú þegar – eða er
um það bil að verða – stafræn, umbreytanleg í upplýsingabita af nokkurn
veginn sömu tegund. Þar sem nettenging er orðin grunnbúnaður í mörg-
um tækjum (staðbundnum og færanlegum) notum við í síauknum mæli
marga samtengda miðla í stað þess að nota hvern og einn óháð öðrum.
Mannfræðingarnir Madianou og Miller nefna þennan margbreytileika
„fleirmiðlun“ [e. polymedia],85 en hætt er við að það hugtak skírskoti ein-
ungis til margbreytileika, frekar en þeirra innbyrðis tenginga sem einkenna
83 Sjá S. Elizabeth Bird, The Audience in Everyday Life, London: Routledge, 2003.
Áhugaverðar vangaveltur um mikilvægi þessa fyrir viðtökurannsóknir: Andy Rud-
dock, Investigating Audiences, London: Sage, 2007, 7. kafli.
84 Henry Jenkins, Convergence Culture, New York: New York University, 2006, bls.
13.
85 Mirca Madianou og Daniel Miller, Migration and New Media, London: Routledge,
2011.
NiCk CouldRy