Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 334
333
STAFRÆN MIðLUN Í LJÓSI FÉLAGSFRÆðINNAR
Stafræn miðlun í ljósi félagsfræðinnar
Miðlun hefur víðtæk áhrif á skynjun okkar á því að lifa í heimi: félags-
legum heimi, ímynduðum heimi, heimi alþjóðastjórnmála og átaka.1
Sagnfræðingurinn Fernand Braudel skrifaði að allt fram að lokum fimmt-
ándu aldar hafi lífi mannanna verið skipt upp í „ólíkar plánetur“ sem náð
hafi yfir mismunandi svæði jarðarinnar án skilvirkra boðleiða sín á milli.2
Margir þættir (s.s. efnahagslegir, stjórnmálalegir og hernaðarlegir) og
mörg ferli (á borð við vöruskipti, samgöngur og mælingar) höfðu áhrif
á sköpun þess heims sem við teljum sjálfsagðan í dag en það er miðlun
sem gerir þennan heim að „staðreynd“ í hversdeginum, og það gerist á
síbreytilegan hátt. Fréttir af morðinu á Lincoln Bandaríkjaforseta voru tólf
daga að berast yfir Atlantshafið árið 18653 en snemma árs 2011 gátu áhorf-
endur um allan heim eytt hádegishléinu í að fylgjast með stjórnmálakrísu
í Arabaríkjunum, í beinni útsendingu, sem fjölþjóðleg sjónvarpsumfjöllun
og samskiptamiðlar á internetinu kyntu að hluta til undir.
Fyrir hálfri öld leituðu Paul Lazerfeld og Robert Merton svara við
áhrifum þess að miðlun væri „að verki í samfélagi okkar“.4 Þeir höfðu
í huga samfélag innan vébanda þjóðríkis og þjóðríki eru enn afar mik-
ilvæg í tengslum við fjölmörg álitamál, allt frá eftirliti með ferðum fólks
til lagalegra heimilda og reglusetningar á sviði fjarskipta. En „samfélag“ er
ekki lengur hægt að skilgreina út frá landamærum ríkja. Hugmyndin um
„samfélag“ – „heildina“ sem við sem félagsverur teljum okkur hluta af –
hefur raunar verið endurhugsuð á síðustu árum: Samfélög eru ekki lengur
„heildir“ svo notað sé orðalag Anthony Giddens, heldur mismunandi stig
1 [Þýð.: Ég vil þakka Sigurjóni Halldórssyni fyrir einkar góðan og gagnlegan yf-
irlestur á þeirri þýðingu sem hér birtist og gat af sér ýmsar mikilvægar orðalags-
breytingar. Að sjálfsögðu er þó allt sem kann að hafa misfarist við þýðingu textans
á mína ábyrgð.]
2 Fernand Braudel, Civilization and Capitalism, I. bindi, London: Collins, 1981, bls.
561.
3 Terhi Rantanen, When News Was New, Malden: Wiley-Blackwell, 2009, bls. 15.
4 Paul Lazarsfeld og Robert K. Merton, „Mass Communication, Popular Taste and
organized Social Action“, Mass Communications, ritstj. Wilbur Schramm, 2. útgáfa,
Urbana: University of Illinois Press, 1969, bls. 494–512, hér bls. 495.