Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 218
217
fleiri orð um straumhvörfin. Má þar nefna „lok páfadómsins“ sem kemur
fram sem efnisþáttur í I bindi,111 sem og kaflafyrirsagnirnar „Siðahvörf. –
Gizur Einarsson“ og „Trúarumbætur Gizurar byskups“ í II b.112 Í ritinu
koma og fleiri orð fyrir um siðaskiptin svo sem „trúskipti“. 113 Þá vekur
það sérstaka athygli að í formála notaði Páll Eggert siðskipti og siðbreyt-
ingu sem samheiti er hann ritaði:
Rit um siðskiptaöldina hlýtur að hefjast með þeim manni, er lengst
og mest veitti siðbreytingunni viðnám, þeim manni sem með oddi og
eggju reyndi að vernda frelsi landsins og þjóðarinnar gegn ásælni
útlends þjóðhöfðingja.114
Hér gætir svipaðs mats á pólitískri hlið siðaskiptanna og hjá Magnúsi
Helgasyni enda var þetta fyrsta bindi verksins gefið út árið eftir að fullveldi
Hannesson (1910–1976) guðfræðiprófessor og Magnús Már Lárusson (1917–2006)
sagnfræðiprófessor (áður próf. í guðfræði) hefðbundnari heiti, Jóhann siðbót en
Magnús siðaskipti. Jóhann Hannesson, „Marteinn Lúther. Sagan og maðurinn“,
Morgunblaðið, 31. október 1967, bls. 15, 18, 24. Sjá og „Siðbótargreinar Lúthers
sem festar voru upp á hurð hallarkirkjunnar í Wittenberg 31. okt. 1517,“ Morg-
unblaðið, 31. október 1967, bls. 16, 24. Magnús Már Lárusson, „Lúther boðaði frelsi
til að kenna samkvæmt sannfæringu og samvizku. Úr fyrirlestri prófessors Magn-
úsar Más Lárussonar um siðskiptin á Háskólahátíð“, Morgunblaðið, 31. október
1967, bls. 17, 24. Ágætt dæmi um leit að hlutlægni í orðalagi í þessu efni kom fram
í bréfi frá „J. G.“ til „Velvakanda“ í Mbl. vegna sérstaks siðbótardags 1967. Þar er
mótmælt notkun heitisins siðbót sem sameiginlegs heitis atburðanna um miðja 16.
öld og það álitið „nokkuð hlutdrægnislegt“. Þá var sagt að langt mundi vera síðan
það hafi verið „lagt niður“ í þeirri merkingu. Auk þess áleit bréfritari mótsögn í
orðinu þar sem Lúther hefði ekki bætt kaþólskan sið og breytt honum „yfir í ein-
hverja lútherska útgáfu af sjálfum sér“ heldur hafi kaþólskur siður verið bannaður,
t.d. hér á landi, og lútherskur siður tekinn upp í hans stað. Í stað siðbótar hallaðist
bréfritari helst að heitinu siðbylting sem hann kvað Guðbrand Jónsson (1888–1953)
prófessor h. c. ætíð hafa notað en áleit þó hefð komna á heitið siðaskipti sem væri
„alveg hlutlaust“ og næði „alveg yfir það, sem um er að ræða. J. G., „Velvakandi/
Siðbót eða siðaskipti?“ Morgunblaðið 10. október 1967, bls. 4.
111 Páll Eggert Ólason, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi I. b., Jón Arason,
Reykjavík: Bókaverslun Guðm. Gamalíelssonar, 1919, án blaðsíðutals (efnisyfirlit).
112 Páll Eggert Ólason, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi II. b., ögmundur
Pálsson, Gizur Einarsson og samherjar hans, Reykjavík: Bókaverslun Guðm. Gam-
alíelssonar, 1922, vii–viii (efnisyfirlit).
113 Páll Eggert Ólason, Menn og menntir II, bls. 271.
114 Páll Eggert Ólason, Menn og menntir I, bls. 6–7. Sjá og Páll Eggert Ólason, Menn
og menntir II, bls. 394. Tíu árum síðar má finna dæmi þess að Jón Helgason biskup
noti orðið siðbreyting á sama hátt. Jón Helgason, „Siðaskiptin á Íslandi“, Tímarit
Þjóðræknisfélags Íslendinga 11. árg., 1. tbl., Winnipeg, 1929, bls. 81–100, hér bls.
99.
HEITI SEM SKAPA RÝMI