Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 331
330
mundir með því að ræða eðli miðlunar og þróun, ólíkar áherslur við greiningu hennar
í gegnum tíðina og margbreytileika hennar í samtímanum.
Á síðustu áratugum hefur orðið til sjálfstætt svið miðlunarfræða sem liggur bæði
innan félagsvísinda og hugvísinda. Skrif fræðimanna um eðli miðlunar og hlutverk
hafa hverfst um, og byggst á, sögu miðlunar sem er að miklu leyti saga tækniþróunar
í þessu tilliti. Samleitni mismunandi miðla er leiðarstef í framvindu þeirrar sögu sem
nær frá fornum samfélögum munnlegrar geymdar og miðlunar til okkar tíma. Sjónum
hefur jafnframt verið beint að helstu kennileitunum á þessari leið; ritun og útbreiðslu
ritmáls, upphafi prenttækninnar, rafvæðingu á ofanverðri nítjándu öld og nú síðast
stafrænni miðlun. Við þessar vörður hafa miðlarnir iðulega leitað saman; hinar eldri
tegundir miðlunar halda áfram að vera til en hin nýja tækni nær að sameina þær á bylt-
ingarkenndan hátt. Prentbyltingin varð til þess að fjölfalda mátti ritaðar heimildir og
þar með munnlegar og dreifa þeim, þó svo að hefðbundin ritun og miðlun með munn-
legum samskiptum héldi áfram að vera til. Þessi samleitni hefur náð nýjum hæðum í
samtímanum þar sem ólíkar tegundir miðlunar og mismunandi flokkar miðlunarefnis
má framsetja á eðlilegan máta innan hins stafræna heims. Sjónvarpsfréttir, útvarps-
fréttir, blaðaskrif, fræðigreinar, skáldsögur, kvikmyndir, samtöl við fjölskyldumeðlimi
eða starfsmenn fyrirtækja, myndir og myndbönd af fjölskyldumeðlimum eða frægri
kvikmyndastjörnu í öðru landi, öll þessi miðlun leitar að sama punkti. Við getum átt
þessi samskipti gegnum netið og fundið allt þetta efni og ýmislegt fleira með því að
skruna niður „facebook“, forrit sem má hlaða niður á snjallsíma. Það eru hin félagslegu
áhrif þessa veruleika sem Nick Couldry beinir sjónum að í þessari bók.
Miðlunarfræði hefur að mestu einbeitt sér að rannsóknum á fjölmiðlun en prent-
byltingin er jafnan talin upphaf slíkrar miðlunar. Kenningar um fjölmiðlun eru marg-
víslegar og teygja anga sína víða um félagsvísindi og hugvísindi en þær má rekja til
skrifa frá miðri 19. öld um fjöldamenningu og áhrif hennar á samfélagið. Það er síðan
ekki fyrr en um miðbik 20. aldarinnar sem nokkuð viðteknar hugmyndir um mikil áhrif
fjölmiðlunar á fólk mættu andstöðu innan félagsvísinda vegna skorts á rannsóknum
sem sýndu fram á tengingar milli fjölmiðlunar og hvers konar einsleitni í hugmyndum
fjöldans. Á sjöunda áratugnum urðu til hreyfingar fræðimanna sem veittu miðlunar-
efni mikla athygli vegna áhuga þeirra á sambandi hugmyndafræði og valdastofnana í
samfélaginu. Þau fræði gátu af sér rannsóknir á viðtökum fólks en bakgrunnur Nick
Couldry liggur einmitt í slíkum viðtökurannsóknum. Báðir þessir síðastnefndu angar
miðlunarfræða hafa þurft að endurskoða stöðu sína í samtímanum, bæði hefur komið í
ljós að áhrif miðlunar eru markverð en þau áhrif er hins vegar ekki hægt að útskýra eftir
einföldum hugmyndafræðilegum átakalínum.
Segja má að ný bylgja miðlunarfræða liggi í loftinu þegar litið er til þess að sam-
leitni miðlunar er að nálgast einhverskonar hápunkt í samtímanum og hvorugt þeirra
kenningakerfa sem urðu til á 20. öldinni hafa unnið sannfærandi úr stafrænni byltingu
síðustu tveggja áratuga. Nick Couldry staðsetur sig því á einskonar kögunarhól í þeim
texta sem birtist hér og veitir lesandanum yfirsýn yfir (og innsýn í) hið óreglulega
landslag miðlunarfræða. Hann stendur báðum megin í hefð miðlunarfræða þó hann
leggi örlítið meiri þunga á þann fót sem stendur nær hugmyndafræðilegri greiningu.
Því er ekki að undra að það örli á þversögn í skrifum Couldry þar sem hann – þrátt fyrir
að vara fólk við því að mikla áhrif tækninýjunga á sviði miðlunar – segir hversdagsleika
NiCk CouldRy