Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 92
91
Einkafyrirtæki jafnt sem opinberar stofnanir hafa gjarnan opinn aðgang
að samfélagsmiðlum vegna markaðsmála eða þjónustu og sumir þessara
aðila nota samfélagsmiðla til þess að auðvelda tjáskipti meðal starfsfólks.32
Rannsóknir sýna að skipulagsheildir nota samfélagsmiðla í vaxandi mæli
til þess að kynna vörur sínar og þjónustu og þekkt er að neytendur, sem
skoða samfélagsmiðlasíður, heimsæki skipulagsheildirnar sjálfar mun oftar
og eyði jafnframt meiru.33
Bresk rannsókn, sem framkvæmd var árið 2012 meðal opinberra
aðila, sýndi ört vaxandi notkun samfélagsmiðla. Bresku stofnanirnar not-
uðu miðlana meðal annars til þess að koma upplýsingum á framfæri úr
opinbera geiranum, kynna þjónustu stofnana, leita ráða hjá almenningi og
vegna samfélagslegrar þátttöku.34
Starfsmenn ráðuneyta á vegum bandarísku alríkisstjórnarinnar hafa
komist að raun um að venjulegar vefsíður þeirra séu ekki sá viðkomustað-
ur sem borgararnir leiti til um upplýsingar. Þar hefur notkun samfélags-
miðla færst í vöxt í þeim tilgangi „að vera meðal fólksins“ og miðlarnir
hafa unnið sér sess sem einn helsti upplýsinga- og samskiptavettvangur
bandarísku alríkisstjórnarinnar á síðustu þremur til fjórum árum.35 Í apríl
2012 voru 699 aðilar bandarísku alríkisstjórnarinnar á samfélagsmiðli og
flestir þeirra notuðu Facebook. Í kjölfarið fylgdu síðan Twitter, YouTube
og Flickr í þessari röð með tilliti til útbreiðslu.36
Stjórnendur skipulagsheilda hafa uppgötvað samfélagsmiðla sem nýja
leið til þess að miðla upplýsingum meðal starfsfólks og má þar nefna IBM
Employees’ Federal Credit Union, sem heimilar starfsfólki þó ekki að
32 Sjá til dæmis Melissa S. Barker, Donald I. Barker, Nicholas F. Bormann og Krista
E. Neher, Social media marketing: A strategic approach, International Edition: South-
Western, Cengage Learning, 2013; Eve M. orsburn, The social media business
equation: Using online connections to grow your bottom line, Boston, MA: Course
Technology, 2012.
33 Rishika Rishika, Ashish Kumar, Ramkumar Janakiraman og Ram Bezawada, „The
effect of customers’ social media participation on customer visit frequency and
profitability: An empirical investigation“, Information Systems Research, 1/2013, bls.
108–127.
34 Marlize Palmer, „Social media and recordkeeping in the public sector“, Information
and Records Management Society Bulletin, nóvember 2012, bls. 5–11.
35 Ines Mergel, „Social media adoption and resulting tactics in the U.S. federal
government“, Government Information Quarterly, 30, bls. 123–130.
36 Sama heimild, bls. 123.
SKJÁMENNING oG NETNoTKUN