Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 250
249
Xenofanes var eilítið yngri en Sólon og kannski var hann því fyrri til að
gera greinarmuninn á andlegum gæðum og öðrum, því hann segir: „viskan
er betri en styrkur manna og hesta ... það er rangt að taka styrk fram yfir
göfuga visku” (B2). Við sjáum áherslu á mannlega þekkingu sem innra
ágæti. Hins vegar er Xenofanes einna frægastur fyrir efasemdir sínar um
möguleika þekkingar, a.m.k. um guðina. Hann segir reyndar (B18): „Ekki
hafa guðirnir sýnt dauðlegum mönnum allt frá upphafi, en með tímanum
leita þeir og finna það sem er betra.“ Hjá Xenofanesi birtast hugsanir um
þekkingarfræðilegt samband guðs sem huga og manns sem leitar þekk-
ingar.31
Það er aðeins hægt að koma ágætinu fyrir inni í manninum eftir að
gerður hefur verið greinarmunur á hinu innra og ytra, hvernig svo sem
hann er gerður. Grikkir þurftu hugmynd um innra líf, sál, sjálf, sem gæti
þjónað því hlutverki að birta ágætið sem andlegan hæfileika eða eiginleika.
Xenofanes minnist á sálina þegar hann víkur að Pýþagórasi (B7):
og eitt sinn þegar hann (Pýþagóras) átti leið hjá hvolpi sem var verið
að lemja / er sagt að hann hafi fundið til meðaumkunar og sagt þetta
orð: / „Hættu að berja hann, því þetta er án efa sál vinar míns, / ég
þekkti hann þegar ég heyrði hann væla.“
Kannski gefa þessi orð til kynna hugmynd um sál eða innra sjálf sem hýsir
ágæti og dyggðir. Það er hins vegar hjá Herakleitosi sem við sjáum þessa
hugmynd greinilega, því hann færir ágætið ekki aðeins inn í manninn,
heldur inn í vitsmuni mannsins. Vitrænt ágæti sem og praktískt býr í sál-
inni.32 Herakleitos skýrir ágæti svo (B112): „Sjálfstjórn er hin æðsta dyggð.
Viska er að segja sannleikann en einnig að haga sér eftir eðli hlutanna og
gefa því gaum.“ Hvernig sem við lesum þessa fullyrðingu, er vitrænt ágæti
(Stuttgart: Kohlhammer, 1977). Samtímamaður Xenofanesar er Anaximandros,
sem einnig hafnar manngervingu guðdómsins en heldur sig við hefðbundnar
einkunnir hans: guð hans er eilífur og almáttugur stjórnandi réttlætisins.
31 Samkvæmt T.M. Robinson, „Presocratic Theology“, ritstj. P. Curd og D.W.
Graham, The Oxford Handbook of Presocratic Philosophy, oxford: oxford University
Press, 2008, bls. 485–98, hér bls. 489, eru guðirnir „the indispensible, firm, and
incontrovertible underpinning for rational inquiry about the world.“
32 Ítarlega rökfærslu má finna hjá Charles Kahn, The Art and Thought of Heraclitus: An
Edition of the Fragments with Translation and Commentary, Cambridge: Cambridge
University Press, 1979, bls. 245–54, þar sem hann skýrir brot B118. Almenn rann-
sókn á hugmyndinni um psykhē: David B. Claus, Toward the Soul, New Haven and
London: Yale University Press, 1981.
SIFJAFRÆðI HAMINGJUNNAR