Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 305
304
Þegar sjónum er beint að „alvarlegum“ leikjum er ljóst að Whalen hefur
lög að mæla. Þessi nýlega leikjagrein er fyrst og fremst skilgreind með
hliðsjón af viðfangsefni og ætlun.31 Leikjategundin þykir eins og nafnið
gefur til kynna frekar „alvarleg“ (og stundum er vísað til þessara leikja sem
„félagslega áhrifaríkra “ eða „sannfærandi “) og innan greinarinnar er að
finna leiki sem notaðir eru í auglýsingaskyni (kynningarleikir), í pólitískum
tilgangi, þarna eru aðgerðarsinnaðir leikir sem ætla að hafa áhrif í efn-
isveruleikanum (breyta heiminum), fræðandi leikir sem hugsaðir eru m.a.
fyrir skóla, og leikir sem draga upp mynd af hinu opinbera, sömuleiðis
með fræðslu að leiðarljósi. Vissulega eru spilunarreynslan, útlit leiksins og
tölvubúnaðurinn sem notaður er mikilvægir hlutar af umræðunni en þessir
þættir hafa þó ekki úrslitaáhrif á það hvernig greinin er skilgreind og á það
einnig við hinar ýmsu undirgreinar. Þess í stað eru það viðfangsefnin og
ætluð notkun sem skipta máli (í skólastarfi eða til markaðssetningar).
Segja má að umræðan um svokallaða heimildarleiki hafi verið á svip-
uðum nótum en þeir hafa hlotið allmikla athygli á umliðnum árum.32 Með
samanburði og greiningu (stundum eru rannsóknarviðföngin nákvæmlega
sömu leikirnir) hafa bæði Joost Raessens og Tracy Fullerton bent á að
heimildarhefðin sé vaxandi grein innan leikjamenningarinnar.33 Þau varpa
reyndar fram jafn mörgum spurningum og þau svara. Þrátt fyrir það er
rétt að halda til haga því gagnlega sem rannsóknir þeirra hafa leitt í ljós
og þar á meðal verður að teljast sú rökstudda kenning að ákveðnir eig-
til – þá megi í tilviki þessarar greinar halda því fram að „háttur“ sé mikilvægasti
greiningarflokkurinn, sé „ráðurinn“ í þessu samhengi.
31 [Þýð.: „ætlun“ er hér þýðing á „intention“ og ljóst er að hugtakinu er beitt á svip-
aðan hátt og til dæmis „höfundarætlun“ í bókmenntafræði, eða ætlun einhvers
konar ráðandi frásagnarvitundar, það er að segja, gengið er út frá því að greina megi
ákveðna stýriþætti sem afhjúpi markmið, boðskap, undirliggjandi hugmyndir, eða
viðtökufræðilegar mótunartilraunir texta – ætlun hans með öðrum orðum.]
32 [Þýð.: Heimildarleikir (e. documentary games) er leikjagrein sem er óvenjulega mikið
á reiki og lítill samhljómur er um. Því er t.d. haldið fram að Civilization eftir Sid
Meier sem styðst við ákveðna heimssögulega grind (enda þótt hann eigi svo ekkert
skylt með þekkjanlegum veruleika í framhaldinu) sé heimildarleikur. Hinn póllinn
er svo að meina öllum leikjum um þessa nafngift nema tilgangur leiksins sé að rekja
leikmann/leikmenn í gegnum atburði sem vitað er að áttu sér stað, og á þann hátt
sem haldið er að þeir hafi átt sér stað.]
33 J. Rassens, „Reality Play: Documentary Computer Games Beyond Fact and Fic-
tion“, Popular Communications, 3/2006, bls. 213–224; T. Fullerton, „Documentary
Games: Putting the Player in the Path of History,“ ráðstefnuerindi, Playing the
Past Conference, University of Florida, Gainesville, mars 2005, sótt af http://www.
tracyfullerton.com/assets/DocumentaryGames_tfullerton.pdf.
daVid a. ClEaRwatER