Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 245
244
leyti að þau töldu að ekki væri hægt að stjórna daímones, sem aftur stjórna
lífi mannanna.21 Þess vegna erum við ekki frjáls þegar kemur að hamingju
okkar: „Kyrnos, enginn ber ábyrgð á eigin glötun eða gróða, en guðir gefa
hvort tveggja“ (Þeógnis, bls. 133–34).
En jafnvel þetta snemma verðum við vör við skáld sem hneigjast til
að færa ágætið inn í manninn með því að tefla sálargæðum gegn líkams-
gæðum eins og fegurð og heilbrigði eða ytri gæðum eins og auði. Þeógnis
segir að saman geri þessi gæði manninn gæfusaman (bls. 933–35): „Ágæti
og fegurð fara saman hjá fáum mönnum. Gæfusamur er sá sem hlýtur
hvort tveggja. Allir virða hann …“ Hann segir einnig (bls. 129–30): „Ekki
biðja um ágæti og auð, Polýpaídes; manninum hlotnast aðeins heppni.“
Við tökum eftir því að efnaleg velsæld tjáir ekki ágæti lengur á jafn skýr-
an hátt. Kannski er ágæti hér að breytast í siðferðilegt ágæti, dyggð (sem
inniheldur réttlæti og hófsemi) og færast inn í manninn. Það er gerður
greinarmunur á því að vera gæfusamur (olbíos) og ágætur (að búa yfir aretē).
Þessi greinarmunur kann að vísa til þess að ágæti er nú annars konar en
áður og leitar inn í manninn, til siðgerðar hans.22
Fyrir mörg lýrísku skáldanna gefur olbíos til kynna ánægju, sem örugg
auðæfi tryggja, en þess konar auðæfi tilheyra einungis hinum réttlátu, því
sem fyrr vísar olbos til öruggra auðæfa sem hefur verið réttlátlega aflað og
guðirnir leyfa. Guðirnir geta veitt manni þessa velgengni, og sem hluti
hennar er auður markmið mannsins. Skoðanir Sólons á auði, þessum þætti
mannlegrar velgengni, sem hann viðrar í lofsöng sínum til sönggyðjanna,
eru athyglisverðar. Eins og Hesíodos telur hann að einungis sá auður geti
leitt til gæfu sem er réttlátlega fenginn, en auður sem er ranglátlega aflað
leiði ófrávíkjanlega til þess að guðirnir refsi ranglætinu og hinn seki brotni
saman. Auðurinn sem guðirnir leyfa er öruggur og varir, en annars konar
auður varir ekki.
Hjá Sóloni sér Seifur allt og hefnir alls ranglætis, þótt hann geri það
ekki endilega að bragði. Þeir sem breyta ranglátlega mega búast við refs-
ingu skömmu eftir afbrotið eða löngu síðar, eða jafnvel þess að (saklaus)
börn og niðjar gjaldi þess að lokum. Sú skoðun kemur ekki á óvart að
velgengni innihaldi auð, enda gerir hefðin ráð fyrir því. En maður getur
öðlast velgengni og auð á tvo vegu, með réttlæti eða ranglæti. Ranglætið
21 Sjá de Heer, MAKAR, bls. 39–40, bls. 45–47.
22 Sjá de Heer, MAKAR, bls. 35–36.
sVaVaR hRafN sVaVaRssoN