Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 81
80
Tom Tykwer. Þannig afmáir tímabilsskilgreining fagurfræðilegan mun í
höfundarverki umræddra leikstjóra, en samkvæmt þessu sjónarhorni getur
Kieslowski ekki tilheyrt módernismanum þar sem sögulega er skeið hans
á enda runnið. Hins vegar eru verk Kieslowskis mjög í anda módernísku
frásagnarmyndarinnar, líkt og höfundarverk fjölmargra af markverðustu
leikstjórum alþjóðlegu hátíðarmyndarinnar á síðustu áratugum, t.d. Abbas
Kiarostami, Béla Tarr, Aleksandr Sokurov og Hou Hsiao-hsien, og óhægt
um vik að flokka þau öðruvísi nema á sögulegum forsendum.39
Líkt og áður segir er fátítt að vísað sé til þessara kvikmynda sem mód-
ernískra og fremur rætt um alþjóðlegu listrænu kvikmyndina eða hátíð-
armyndina, sem staðfestir mikilvægi kvikmyndahátíða fyrir þessa tegund
kvikmyndagerðar. Í nýlegri grein hefur Mark Betz aftur á móti gagnrýnt
þá tilhneigingu í kvikmyndafræðum að skilgreina ekki tilteknar hátíð-
armyndir sem „áframhaldandi birtingarmynd á módernísku listrænu kvik-
myndinni“ og furðað sig á því að greina megi neikvæðan tón í hugtakinu
„hátíðarmynd“ líkt og þar sé verið að uppfylla ákveðna uppskrift í hagn-
aðarskyni.40 Betz hafnar því alfarið og telur raunar að nýlegar myndir
eftir leikstjóra á borð við Kiarostami, Hou, Abderrahmane Sissako, Jia
Zhangke og Apichatpong Weerasethakul séu ekki síður „erfiðar“ en mód-
ernískar myndir sjöunda áratugarins, og kallar af þeim sökum eftir því að
þær verði ræddar undir þeim formerkjum (jafnvel þótt við kunnum að lifa
á síðmódernískum tímum).41
Skilningur Betz á hugtakinu módernismi er því umfram allt fagurfræði-
legur. Í því samhengi er útlegging Davids Bordwell á breytufrásögn (e.
parametric narration) lykilatriði, en þar er um að ræða kvikmyndir þar sem
formið hefur yfir að ráða sjálfstæðu gildi og er ekki undirskipað frásögn-
inni.42 Með því er gengið skrefinu lengra en í listrænu kvikmyndinni (sem
er önnur af fimm frásagnargerðum kvikmyndarinnar að mati Bordwells)
39 Aðra leikstjóra mætti hins vegar mögulega flokka til póstmódernista, t.d. Lars von
Trier, Wong Kar-Wai og jafnvel Michel Haneke, þótt ein og sér sé aðgreiningin
ekki sérstaklega upplýsandi. Kvikmyndir þeirra standa þó miklu nær fagurfræði
módernismans en höfundarverk Tarantinos og Tykwers. Að sama skapi væri það
mikill misskilningur að telja allar hátíðarmyndir til módernisma.
40 Mark Betz, „Beyond Europe: on Parametric Transcendence,“ Global Art Cinema:
New Theories and Histories, ritstj. Rosalind Galt og Karl Schoonover, oxford: ox-
ford University Press, 2010, bls. 31.
41 Sama heimild, bls. 32–33.
42 David Bordwell, Narration in the Fiction Film, Madison: The University of Wis-
consin Press, 1985, bls. 310.
BJöRN ÆGIR NoRðFJöRð