Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 216
215
kristnihald hefst (1524–50)“ og „Evangeliskt kristnihald algerist (1550–
1630)“.101
Eftirmaður Jóns Helgasonar við guðfræðideild Háskólans, Magnús
Jónsson (1887–1958), sendi einnig frá sér almenna kirkjusögu sem hann
hugsaði sem kennslubók (1941). Þar notaði hann orðið siðbót sem yfir-
heiti yfir hræringatímabil 16. aldar burtséð frá löndum og kirkjudeildum.
Þar ræddi hann þannig um „katólska siðbót“ í einum kafla og fól það fyr-
irbæri bæði í sér siðbót og gagnsiðbót eða „viðreisn“ og „siðbótar-mót-
spyrnu“ líkt og forveri hans hafði gert.102 Rúmum tveimur áratugum fyrr
eða á 400 ára „afmæli“ siðbótar Lúthers (1917) hafði Magnús, þá prestur á
Ísafirði, sent frá sér ævisögu siðbótarmannsins. Þar notaði hann líka orðið
siðbót eitt og sér um starf Lúthers.103 Þá viðhafði hann það einnig þvert
á kirkjudeildir. Þannig segir að Erasmus frá Rotterdam hafi verið „siðbót-
arhöfundur upp á sína vísu“.104 Loks ræddi Magnús um „óþarfan“ klofning
„[...] siðbótarkirkjunnar sjálfrar út frá sakramentislærdóminum [...]“ og
átti þar við deilur Lúthers og Zwinglis.105 Þar með náði heitið siðbót yfir
hugmyndir frá kaþólskum reformisma yfir til reformertu siðbótarinnar.
Á fyrri hluta 20. aldar virðist orðmyndin siðbót sem sé festast í sessi
í stað siðabótar sem mikið var notuð á 19. öld. Þó vöknuðu snemma á
öldinni efasemdir bæði af pólitískum og fræðilegum ástæðum um notk-
un þess sem og orðmyndarinnar siðabót eins og fram kom í ummælum
Ágústs H. Bjarnasonar og Magnúsar Helgasonar sem getið var hér á
undan. Augljóslega var það síðari orðliðurinn sem skapaði efasemdir. Má
líta svo á að báðir leiti aukins hlutleysis og hlutlægni í orðnotkun. Magnús
horfði til pólitískrar framvindu hér á landi en Ágúst til hugmyndalegrar
þróunar á upprunaslóðum siðaskiptanna. Magnús kaus að hverfa aftur til
101 Má líta svo á að með þessu móti greini Jón á milli etableringar og konsólíderingar
lúthersks kristnihalds í landinu. Jón Helgason, Kristnisaga Íslands II, bls. 382–383
(efnisyfirlit).
102 Áhugavert er að fræðimaðurinn Magnús Jónsson tók hér persónulega, matskennda
afstöðu. Á það má benda að hann var einnig alþingismaður og því sjálfur vanur að
gera pólitískar málamiðlanir. Magnús Jónsson, Saga kristinnar kirkju. Kennslubók,
Reykjavík: án útg., 1941, bls. 508–509 (efnisyfirlit). Sjá Jón Helgason, Almenn
kristnisaga III, bls. vi (efnisyfirlit), Sjá Jón Helgason, Almenn kristnisaga IV, bls. v
(efnisyfirlit)
103 Magnús Jónsson, Marteinn Lúther. Æfisaga, Reykjavík: Bókaverslun Sigfúsar
Eymundssonar, 1917, sjá t.d. bls. 12, 88, 89, 90, 92, 93, 94, 95, 164, 166 (efn-
isyfirlit).
104 Magnús Jónsson, Marteinn Lúther, bls. 120.
105 Magnús Jónsson, Marteinn Lúther, bls. 122, sjá og 124.
HEITI SEM SKAPA RÝMI