Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 111
110
inn notaði Facebook eins og áður sagði. Svarendur vörðu umtalsverðum
tíma vinnuvikunnar til persónulegrar samfélagsmiðlanotkunar og 65%
svarenda notuðu til þess meira en eina klukkustund á viku og sumir jafnvel
fjórar klukkustundir eða meira á viku. Í því tilviki teldist notkunin því vera
rúm 10% vinnuvikunnar. Aðrar rannsóknir hafa leitt í ljós að starfsfólk ver
talsverðum tíma til einkanota á netinu á vinnutíma.73 Samkvæmt viðtals-
könnuninni sinntu starfsmennirnir 12, sem störfuðu hjá skipulagsheild-
unum þremur sem höfðu opinn aðgang að samfélagsmiðlum, umtalsvert
einkaerindum á vinnutíma, það er um það bil sex klukkustundum samtals í
tveimur þeirra og níu klukkustundum samtals hjá einni þeirra.
Stór hluti svarenda spurningakönnunarinnar, eða 50%, var þeirrar skoð-
unar að stjórnendur væru því mótfallnir að starfsfólk sinnti einka erindum
á samfélagsmiðlum á vinnutíma. Athyglisvert er að enn stærri hluti svar-
endanna, eða 65%, það er starfsfólkið sjálft, taldi að ekki væri ásættanlegt
að starfsfólk notaði samfélagsmiðlana á þennan hátt. Þeir, sem voru utan
vinnumarkaðar, svöruðu einnig þessari spurningu en ekki var vitað hvort
munur var á skoðunum þeirra sem voru með eða án vinnu. Stórum hluta
starfsfólks, eða 40%, fannst allsendis óásættanlegt að sinna persónulegum
erindum á samfélagsmiðlum á vinnutíma en 22% töldu slíkt ásættanlegt
færi það ekki fram yfir eina klukkustund á viku. Þá kom í ljós að 24%
þeirra, sem störfuðu hjá einkafyrirtækjum, töldu að stjórnendur væru mjög
eða fremur jákvæðir gagnvart samfélagsmiðlanotkun vegna einkaerinda
á vinnutíma. Þetta hlutfall var 7% þegar kom að sveitarfélögum en 10%
þegar litið var til ríkisstofnana.
Viðmælendurnir 20 í skipulagsheildunum fimm voru spurðir um við-
horf til persónulegrar samfélagsmiðlanotkunar á vinnutíma en svörin
reyndust ekki afdráttarlaus. Þess vegna var reynt að meta og greina þau
með tilliti til þess hvort þau reyndust fremur jákvæð eða fremur neikvæð.
Fram kom að fremur jákvæð svör reyndust fleiri en fremur neikvæð, eða
11 á móti níu. Þá kom í ljós að stjórnendur og sérfræðingar voru jákvæðari
en mannauðsstjórar og almennt starfsfólk í garð samfélagsmiðlanotkunar
vegna einkaerinda á vinnutíma. Þessar niðurstöður sýna að mat starfs-
fólks á viðhorfi stjórnenda til slíkrar notkunar samfélagsmiðla virtist vera
73 David N. Greenfield og Richard A. Davis. „Lost in cyberspace: The web @
work“, Cyber Psychology and Behavior, 5: 2002, bls. 347–353; Juline E. Mills, Bo
Hu, Srikanth Beldona og Joan Clay, „Cyberslacking! A liability issue for wired
workplaces“, bls. 34–47.
JóhaNNa GuNNlauGsdóttiR