Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 344
343
STAFRÆN MIðLUN Í LJÓSI FÉLAGSFRÆðINNAR
gleyma mönnum, tungumáli og skynjun“ og afskrifa „léttvæga efnismiðaða
nálgun á miðla“ og rannsóknir á „vinsælum kvikmyndum eða sjónvarps-
þáttum“. Eins þýðir þetta að litið er framhjá félagsfræðinni sjálfri, þar sem
Kittler sýndi því engan áhuga hvernig miðlar líkt og tölvan eru notaðir:
Hann býður fram, eins og John Durham Peters orðar það, „miðlunarfræði
án fólks“, miðla-/miðlunarfræði sem sneri baki við félagsfræði.33
öfugt við Kittler býð ég fram miðlunarfræði sem snýr sér að kenn-
ingakerfi félagsfræðinnar. Þessi fjórði möguleiki á miðlunarfræði setur í
forgrunn hvernig miðlun nýtist í og hjálpar til við að móta félagslegt líf
og hvernig merkingin, sem miðlað er, hefur félagslegar afleiðingar. Slíkri
miðlunarfræði hefur ekki verið gefið nafn svo að ég leyfi mér að gefa henni
hið svolítið klunnalega nafn félagslega miðuð miðlunarfræði: Þ.e. fræði sem
leggja áherslu á félagsleg ferli sem miðlun undirbyggir og virkjar. Fræðileg
vensl þeirra eru helst við félagsfræði,34 en ekki bókmenntir, hagfræði eða
sögu tækninnar og myndrænna samskipta.
„Nýir“ miðlar, líkt og hefðbundnir miðlar á undan þeim, eru nú þegar
orðnir venjulegir þættir hversdagslífsins, „sjálfsagðir hlutir í grunngerð
samfélags okkar“.35 Þetta torveldar skilning okkar á afleiðingum miðlunar
fyrir samfélagið og heiminn. Til þess að ná utan um það hvernig miðlun
mótar félagslegt líf samtímans þurfum við kenningar af félagsfræðilegum
toga. Ef við viljum leiða betur í ljós flókin tengsl einstakra hluta hins staf-
ræna heims þar sem hver þáttur er öðrum háður þurfum við að rifja upp
orð þýska félagsfræðingsins Norbert Elias um „félagsmyndun“ í sígildum
texta hans um „ferli siðmenningarinnar“. Ef við erum forvitin um stað-
bundin mynstur í skipulagi og samsöfnun auðs sem skjóta upp kollinum í
33 Friedrich A. Kittler, Optical Media, bls. 67 og 176; 226; 44, skáletrun mín; bls.
31, 42–43, 33 og 176. Til útskýringar sjá: John Durham Peters, „Introduction:
Friedrich Kittler’s Light Shows“, Optical Media, höf. Friedrich Kittler, Cambridge:
Polity, 2010, bls. 1–17, hér bls. 5. og gagnrýni má finna hjá Geert Lovink, Dark
Fiber, Cambridge, MA: MIT Press, 2003, bls. 27, 22–29.
34 John Thompson, The Media and Modernity; Anthony Giddens, The Consequences
of Modernity, Cambridge: Polity, 1990. Um svipaða umræðu sjá: Shaun Moores,
Media/Theory, London: Routledge, 2005; Brian Longhurst, Cultural Change and
Ordinary Life, Milton Keynes: open University Press, 2005; David Hesmondhalgh
og Jason Toynbee, „Why Media Studies Needs better Social Theory“, The Media
and Social Theory, ritstj. David Hesmondhalgh og Jason Toynbee, London: Rout-
ledge, 2008, bls. 1–24.
35 Stephen Graham, „Beyond the “Dazzling Light”: From Dreams of Transcendence
to the “Remediation” of Urban Life“, New Media & Society 1/2004, bls. 16–25, hér
bls. 23.