Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 380
379
Til þess að geta öðlast nánari skilning á félagslegum kvarða megum
við ekki að gefa frá okkur það sem franski félagsfræðingurinn Danilo
Martuccelli nefnir „verufræðilegt eðli félagslegs lífs“: „samsöfnun „hafta“
og „þvingana“ á athafnir í tilteknu rými sem streyma frá lífi manna sem
lifað er á grundvelli samhæfingar eða samkeppni við aðra.“150 Ég sný mér
brátt aftur að einu helsta atriðinu sem af þessu leiðir með tilliti til miðl-
unarfræði. Í bili leiðir þetta okkur að síðasta óvissuþættinum að því er
varðar miðlun í samtímanum: Siðfræði.
Hvernig getum við lifað farsællega með miðlun?
Það er mikilvægt siðfræðilegt umhugsunarefni hvernig miðlun hefur
umbylt því á hvaða kvarða mannlegu lífi er lifað. Heimspekingurinn Hans
Jonas benti á hvernig nýr skilningur á jörðinni sem stóru vistkerfi breytti
siðferðilegri sýn okkar á hvernig við eigum, sem mannverur,151 að hegða
okkur í heiminum: Við lærðum að athafnir okkar í þágu umhverfisins, þótt
í smáu séu, geta haft áhrif á stærri kvarða þegar þær koma saman. En þessi
umbylting á því á hvaða kvarða mat okkar á siðferðilegum álitamálum á sér
stað – bein afleiðing þess sem Ulrich Beck nefnir hnattrænt „áhættusam-
félag“ [e. risk society] – varðar einnig önnur svið en umhverfið. Áhrif hnatt-
rænnar miðlunar á siðfræði greinarinnar hafa nýlega komið skýrt í ljós.152
Ekki er um neinn viðurkenndan útgangspunkt að ræða þegar kemur að
því að svara spurningunni: í hverju er það fólgið að lifa siðferðilega með
og í gegnum miðlun? Sú staða mála að líf okkar er yfirmettað af miðlun
gerir það samt sem áður æ erfiðara að sætta sig við siðfræði sem er ekki,
að neinum hluta, siðfræði miðlunar. Sá hnattræni kvarði sem slík siðfræði
miðast við er bein afleiðing af þeim hnattræna kvarða sem sjálfsagt þykir
að öll miðluð samskipti eigi sér stað á nú á dögum.153 En siðferðileg við-
150 Danilo Martuccelli, La consistance du social, bls. 83 og 58–69.
151 Ég tala hér um „líf mannsins“ þó að ég viðurkenni að mörkin milli „manns“ og
„náttúru“, og milli „manns“ og „tækni“, eru tilbúin, Marilyn Strathern, After Nat-
ure, Cambridge: Cambridge University Press, 1992. Samt sem áður er það svo,
líkt og Marilyn Strathern, After Nature, bls. 197, bendir á að „við breytum enn
með náttúruna í huga“, vísun úr Andrew Barry, Political Machines, bls. 11. Á sama
hátt breytum við enn með „Manninn“ í huga sem þýðir þó ekki að til sé einfalt eða
skilgreinanlegt mannlegt „eðli“, N. Katherine Hayles, How We Became Posthuman,
Chicago: University of Chicago Press, 1999.
152 Hans Jonas, The Imperative of Responsibility, Chicago: Chicago University Press,
1984. Ulrich Beck, Risk Society, London: Sage, 1992.
153 Roger Silverstone, Media and Morality, Cambridge: Polity, 2007, og Nick Couldry,
STAFRÆN MIðLUN Í LJÓSI FÉLAGSFRÆðINNAR