Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 171
170
og hegðunar. Hún er með öðrum orðum ómeðvituð grundvallarskoðun,
eða átrúnaður sem er svo sjálfsagður að ekki þarf á nokkurn hátt að rétt-
læta hann eða færa rök fyrir honum. Til þess að draga auðsæju skoðunina
inn á svið orðræðunnar þarf að vekja upp spurningar um grundvallarsann-
indin sem hún stendur fyrir, setja fram hugmynd sem víkur frá hinu sjálf-
sagða (e. hetero-doxy). Með því hefur verið opnað fyrir umræðu um tiltekin
málefni sem áður var nánast óhugsandi að ræða. Rétttrúnaðarsinninn (e.
ortho+doxy) reynir að koma á jafnvægi aftur með því að vara við slíkum til-
burðum og útiloka allar hugmyndir aðrar en þá viðurkenndu. Helst myndi
hann vilja að allri umræðu um hugmyndina lyki og hún hyrfi aftur inn á
svið hins sjálfgefna.96
Vantrúarfélagar hafa verið duglegir við að hrista upp í íslenskri trú-
arumræðu, m.a. með því að koma í veg fyrir tengsl trúarsamtaka við
skólakerfið og vekja athygli á því að þjóðkirkjuaðild sé ekki sjálfsagður
hlutur. Með því gríðarlega magni greina sem þeir hafa skrifað á undan-
förnum tíu árum hafa þeir jafnframt eflt gagnrýna umræðu um trúmál,
svo að nú þykir hún sjálfsagður hlutur. En forystumenn Vantrúar hafna
líka allri greiningu sem er þeim ekki að skapi. „Séra örn Bárður og félagi
hans Bjarni Randver eiga bágt með að skilja hvað hugtakið trúleysi merk-
ir“ segir Óli Gneisti Sóleyjarson,97 á meðan Reynir Harðarson neitar að
setja sig inn í trúarlífsfélagsfræðilegar forsendur námskeiðs Bjarna, eins
og kemur glöggt fram í pistlinum „Hundalógík og kanínur: Guðfræði
102“, þar sem Reynir hæðist að víðum hlutverkaskilgreiningum á trúar-
hreyfingum. Samkvæmt einni hlutverkaskilgreiningunni, eins og Bjarni
kynnir hana, eru: „Trúarhreyfingar […] táknkerfi um altæka skipan tilver-
unnar sem tiltekinn hópur sameinast um og veitir einstaklingnum heild-
stæða merkingu og tilgang með lífinu.“ Í þröngri útleggingu einskorðast
táknkerfið „við hið yfirnáttúrulega“, en í víðri skilgreiningu þarf það ekki
að gera það: „Þannig geta t.d. stjórnmálastefnur og listastefnur flokkast
sem trúarbrögð.“98
96 Pierre Bourdieu, Outline of a Theory of Practice, þýð. Richard Nice, Cambridge:
Cambridge University Press, 1992, bls. 159–171, hér sérstaklega bls. 167–171.
Verk Bourdieu heitir á frummálinu Esquisse d’une théorie de la pratique précédé de Trois
études d’ethnologie kabyle, Genf: Droz, 1972. Sjá einnig ágæta greiningu Cécile Deer
á doxu-hugtakinu í „Doxa“, Pierre Bourdieu: Key Concepts, ritstj. Michael Grenfell,
Durham: Acumen, 2010 [2008], bls. 119–130.
97 Óli Gneisti Sóleyjarson, „Hvað er trúleysi?“, Vantrú, 13. desember 2004: http://
www.vantru.net/2004/12/13/00.40/ [sótt 10. mars 2014].
98 Bjarni Randver Sigurvinsson, „Frjálslynda fjölskyldan i“, glæra 7. Þess má geta að
GuðNi ElíssoN