Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 340
339
STAFRÆN MIðLUN Í LJÓSI FÉLAGSFRÆðINNAR
í óspurðum fréttum að „lögin séu núna á Google“, fólk skoði sjúkdóms-
einkenni barnanna sinna með því að slá þau inn í Google. Forstjóri Yellow
Pages, bresku símaskrárinnar sem eitt sinn var vel þekkt, viðurkennir að
„enginn undir 25 ára aldri viti af þeim“.24
Ein saga lýsir þessari umbreytingu betur en nokkur önnur. Breskir fjöl-
miðlar voru fyrir fimm árum uppteknir af hneyksli um mann sem sviðsetti
dauða sinn og bíræfinn flótta ásamt konu sinni. Það markaði þáttaskil
þegar lesandi Daily Mail sýndi fram á líf hans og eiginkonunnar eftir dauð-
ann í Panama með því að slá inn „John og Mary og Panama“ í Google.
orð hennar sjálfrar voru athyglisverð: „Ég er efasemdamanneskja. Enginn
getur einfaldlega horfið nú á dögum, eitthvað hlýtur að finnast, einhver
ummerki.“25 Þessi framtakssami notandi Google fangaði það sem við
könnumst vel við í dag, þ.e. margræðni internetsins sem farveg einstak-
lingsbundinna uppgötvana, heildrænna samskipta og óhjákvæmilegs gagn-
kvæms eftirlits.
En hvernig á að skilja þessa breytingu og hinar sem verða samhliða
henni þegar þær eru orðnar hluti af dagfarslegu lífi á öllum stigum?
Myndlíkingar geta komið að gagni. Ein myndlíking sem sýnir áhrif miðl-
unar á heiminn, samkvæmt Roger Silverstone, er „hugmyndaleg átök“.26
Enska orðið yfir þetta („dialectic“) á rætur að rekja til grísku þar sem
orðið merkir samræða og fangar þannig hvernig öll samræða er samsett úr
aðskildum hlutum sem skiptast samt sem áður á upplýsingum. Við leggjum
öll eitthvað til þessarar rökræðu – einstaklingar sem hópar – með álykt-
unum sem miðlun hefur undirbyggt um „hvað er til“ og „hvað hægt er
að gera“; þessi framlög ráðast ekki af einstaklingsbundnum ákvörðunum
heldur mótast af umfangsmiklum breytingum á innviðum samfélagsins
sem eru knúnar áfram af efnahagslegum kröftum sem og öðrum. Nálgun
byggð á átökum hugmynda afhjúpar þann sveigjanleika sem einkennir getu
manna til að höndla þessar breytingar af völdum miðlunar og umferðina
milli miðla sem við erum farin að nefna „endurmiðlun“.27
24 Siva Vaidhyanathan, The Googlization of Everything (and Why We Should Worry),
Berkeley: University of California Press, 2011; John Tomlinson, The Culture of
Speed, bls. 95; Michael Pocock, forstjóri Yell, úr Guardian, 14. júlí 2011.
25 Lesandi Daily Mirror, vísun úr grein Matthew Weaver, „Woman Found Canoeist
Photo via Google“, Guardian, 6. desember 2007.
26 Roger Silverstone, „Complicity and Collusion in the Mediation of Everyday Life“,
New Literary History 5/2002, bls. 745–764, hér bls. 762.
27 Jay D. Bolter og Richard Grusin, Remediation, Cambridge, MA: MIT Press, 2000,
bls. 50.