Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 36
35
urfræðilega búferlaflutninga því listfræðingarnir tveir halda (eðlilega)
mjög ólíkum viðhorfum á lofti (listamaðurinn hjá Lessing upphefur, hjá
Greenberg dregur listin sig inn í sjálfhverfan þagnarhjúp) en bæði fela þau
í sér vilja til að tengjast hinu sanna eðli listformsins og jafnvel sannfæringu
um að þeim hafi einmitt tekist að fanga í rituðu máli hvert listeðlið sé.64
Að hugmyndir um eðli lista taki breytingum með tímanum þarf ekki að
koma á óvart; frekar kannski það að jafnvel einstaklingar sem njóta þeirra
forréttinda að geta litið um öxl og kynnt sér sögu fagurfræðilegra skoðana-
skipta og kennisetninga skuli enn láta gabbast út á svell eðlishyggjunnar
því þar skrikar öllum fótur. Þangað héldu þó spilunarsinnar í leikjafræð-
inni; mýtan um afstrakt leiki grundvallast á róttækri útgáfu af hugmynd-
inni um hið hreina og óflekkaða form, tjáningu sem lýtur aðeins eigin
eðlislægu lögmálum.
Eitt forvitnilegasta dæmið um fagurfræðilega eðlishyggju er að finna
í riti Rudolfs Arnheim, Um kvikmyndalistina (1933/1957), en þar greinir
Arnheim með afar útsjónarsömum og nákvæmum hætti formræna tján-
ingarmöguleika kvikmyndarinnar.65 Þegar að kortlagningu á virkni hinnar
kviku ímyndar kemur sem og umfjöllun um hugræn viðtökuferli áhorf-
64 Framúrstefnan er bjargvættur nútímans, samkvæmt Greenberg: „It is among the
hopeful signs in the midst of the decay of our present society that we – some of
us – have been unwilling to accept this last phase for our own culture. In seeking
to go beyond Alexandrianism, a part of Western bourgeois society has produced
something unheard of heretofore: – avant-garde culture.“ Clement Greenberg,
„Avant-Garde and Kitsch“, Art and Culture. Critical Essays, Boston: Beacon Press,
1970, bls. 9. Sjá einnig Clement Greenberg, Homemade Esthetics. Observations on
Art and Taste, oxford and New York: oxford University Press, einkum bls. 10–23
og 59–64.
65 Robert Arnheim stundaði nám í sálfræði við Berlínarháskóla og komst þar í tæri
við svokallaða skynheildarsálfræði (þý. Gestaltpsychologie) sem átti eftir að móta allt
ævistarf hans. Samhliða náminu hóf Arnheim að skrifa kvikmyndagagnrýni fyrir
tímarit og tók hann ýmislegt úr þeim skrifum en bætti einnig við miklu nýju efni
svo úr varð bók hans Um kvikmyndalistina (þý. Film als Kunst) sem var eitt fyrsta
heildstæða fræðiverk um kvikmyndir og telst nú til sígildra rita um efnið. Arnheim
var einn af þeim sem átti undir högg að sækja með tilkomu nasista í Þýskalandi og
fluttist hann því til Ítalíu þar sem hann skrifaði meðal annars Útvarp sem áheyrn-
arlist (þý. Rundfunk als Hörkunst) en að lokum fluttist hann til Bandaríkjanna þar
sem hann skrifaði sitt þekktasta verk, Art and Visual Perception: A Psychology of the
Creative Eye (1974), sem fjallar á sálfræðilegum forsendum um hvernig myndlist er
skynjuð. Umfjöllun þessi um Arnheim byggir á Björn Ægir Norðfjörð, „Inngang-
ur: Rudolf Arnheim, skynheildarsálfræði og fagurfræði þöglu kvikmyndarinnar,“
í Rudolf Arnheim, Um kvikmyndalistina, þýð. Björn Ægir Norðfjörð, Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag, 2013, bls. 9–70.
FRÁSöGN EðA FoRMGERð?