Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 348
347
STAFRÆN MIðLUN Í LJÓSI FÉLAGSFRÆðINNAR
inga þannig að í stað takmarkaðs fjölda afmarkaðra forma (bóka, bæklinga,
bréfa, skýrslna, lista) geta upplýsingar nú verið af hvaða formi og stærð
sem er (vefsíður) með því skilyrði að þær standist grunnkröfur um staðlað
texta- og myndasnið og auðkennanlega staðsetningu (veffang).47 Söfn slíkra
upplýsinga – vefsíður og gagnasöfn – eru núna aðgengileg með fáum tak-
mörkunum sem lúta að því hvers kyns miðlunarefni eða hversu mikið magn
þess megi færa saman í slíkt safn. Niðurstaðan er veldisvöxtur gagnamagns
og getu til skjalageymslu, nýjar tegundir sameiginlegra höfundarverka
(Wikipedia) og einstaklingsverka (blogg, vídeóblogg [e. vlog], o.s.frv.) auk
rýmis þar sem við getum „átt í gagnkvæmum samskiptum af öllum stærðum
og gerðum“ með orðum skapara veraldarvefsins, Tim Berners-Lee. Margir
álitsgjafar í háskólasamfélaginu og í atvinnulífinu halda því fram að stór
svið hins persónulega lífs sem og vinnumarkaðarins séu um það bil að taka
róttækum breytingum vegna upplýsingabyltingarinnar.48
Nauðsynlegt er þó að gera þrenns konar meginfyrirvara. Í fyrsta lagi
er hátt hlutfall af gagnavinnslugetu stafræna heimsins í höndum einkaað-
ila gegnum innri net fyrirtækja og kerfi sem háð eru einkaleyfi. Lawrence
Lessig hefur haldið því fram, eins og frægt er orðið, að opið skipulag int-
ernetsins endanna á milli verði bráðum úr sögunni.49 Menn óttast enn að
ekki takist að varðveita hlutleysi netsins. Ástæða er til að hafa áhyggjur
af fórnarskiptunum sem fólgin eru í dagfarslegum þægindum af notkun
leitarvéla sem gera stórfyrirtækinu Google kleift að gera ýmsa hliðarsamn-
inga, til dæmis við bandaríska fjarskiptafyrirtækið Verizon um aðgengi að
þráðlausu interneti, sem virðast vera fyrir utan valdsvið Fjarskiptastofnunar
Bandaríkjanna. Markaðsyfirráð Google sæta nú rannsókn af hálfu Alríkis-
viðskiptastofnunar Bandaríkjanna og framkvæmdastjóra samkeppnismála
47 Lev Manovich, The Language of New Media.
48 Vísun Berners-Lee í Lucas D. Introna og Helen Nissenbaum, „Shaping the Web:
Why the Politics of Search Engines Matters“, The Information Society 2000, bls.
169–185, hér bls. 179. Almennt um „upplýsingabyltinguna“ sjá: Bruce A. Bimber,
Information and American Democracy, Cambridge: Cambridge University Press,
2003 og þáverandi fréttastjóra erlendra frétta á BBC Richard Sambrook, „How the
Net is Transforming News“, 20. janúar 2006, http://news.bbc.co.uk/1/hi/techno-
logy/4630890.stm, sótt 31. janúar 2011.
49 Dan Schiller, How to Think About Information, Urbana and Chicago: University
of Illinois Press, 2007; Lawrence Lessig, The Future of Ideas, New York: Vintage,
2002.