Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 146
145
áður tilkynnti Óli Gneisti Sóleyjarson, þáverandi formaður félagsins og
einn af fimm stofnendum þess, á umræðuþræðinum að hann hafi hvatt
þjóðfræðinemandann Eggert Sólberg Jónsson til að sækja námskeiðið
Nýtrúarhreyfingar. Grunar Óla að það „verði gullnáma“.27 Í lok septem-
bermánaðar afhenti Eggert síðan Óla Gneista glærupakkann „Frjálslynda
fjölskyldan“ (alls 174 glærur) og birtir Óli skeytasendingar sínar og Eggerts
um kennslustundina margumtöluðu á þræðinum.28
Í upphafi samtalsins lýsir Eggert því yfir að Bjarni hafi sagt vantrúar-
félaga „ómálefnaleg[a] á köflum en stundum mikið til í því sem [þeir
segja]“.29 Þessa lýsingu frá ,innanbúðarmanni‘ Vantrúar á inntaki kennslu-
stundarinnar segir Óli Gneisti „meira en“ hann hefði „búist við“, en aldrei
er minnst á hana framar. Frá þeirri stundu og næstu þrjú árin kjósa van-
2011, bls. 18–21; í grein Daggar Harðardóttur, „Ósigur Vantrúar. Kæruherferðin
gegn Bjarna Randveri Sigurvinssyni stundakennara í HÍ“, Bjarma 2/2013, bls.
22–35; og í tæplega 90 síðna greinaflokki Hörpu Hreinsdóttur „VANTRÚ GEGN
BJARNA RANDVER SIGURVINSSYNI. MÁL 1/2010 FYRIR SIðANEFND
HÍ“: http://harpahreins.com/vantru_gegn_bjarna_randveri.pdf [sótt 27. febrúar
2012]. Umræðuþráðurinn var jafnframt ræddur í löngu Kastljóssviðtali Brynju
Þorgeirsdóttur við Bjarna Randver 5. desember 2011 (sjá http://www.youtube.com/
watch?v=JAY-hg2sR_k). Jafnframt má nefna samantekt Bjarna Randvers Sigurvins-
sonar, „Tímatafla í kærumálum Vantrúar á hendur Bjarna Randveri Sigurvinssyni
stundakennara fyrir Siðanefnd HÍ (nr. 1/2010 & nr. 3/2012)“, bls. 1–123. Tímatafla
Bjarna var lykilskjal í allri málsvörninni og fór víða. Henni var dreift til allra þeirra
sem að málinu komu, t.d. til háskólamannanna 109 sem skrifuðu undir stuðn-
ingslýsinguna sem send var út í desember 2011. Umræðuþráðinn „SBR“ er hægt
að nálgast á netinu. Sjá t.d. Wiki Vantrúardóttir, „Leynispjallþráður Vantrúar í
siðanefndarmálinu í Háskóla Íslands,“ 27. janúar 2013. Á síðunni má finna tengil
á þráðinn: http://vantru.freeblog.biz/files/2013/01/innri-vefur-vantruar.pdf [síðast
skoðað 10. september 2014].
27 Óli Gneisti Sóleyjarson, „SBR“, kl. 15.14, 2. september 2009.
28 Samkvæmt Hörpu Hreinsdóttur upplýsti Óli Gneisti félaga sinn aldrei um í hvaða
tilgangi hann hyggðist nota glærurnar. Harpa sem hafði samband við Eggert
segir: „Óli Gneisti Sóleyjarson, einn af stofnendum Vantrúar, fékk hluta glæra í
námskeiðinu frá vini sínum. Það er ekki óalgengt að nemendur skiptist á glærum
í Háskóla Íslands og það hvarflaði ekki að nemandanum, vini Óla Gneista, sem
sat námskeiðið að glærurnar yrðu það vopn í höndum Vantrúar sem raun varð. Þá
hefði hann aldrei látið þær af hendi enda var þessum nemanda vel til kennarans
og taldi sig hafa haft mikið gagn af námskeiðinu. Líklega gera menn því almennt
ekki skóna að tveggja manna netspjall milli vina og kennslugögn af lokuðu svæði á
Uglu væru svo birt á spjallsvæði sem 200 manns hafa aðgang að, hvað þá að þetta
yrði rót illinda sem enn sér ekki fyrir endann á.“ Sjá „Stóra glærumálið og móðgelsi
Vantrúar, I. hluti“, 18. janúar 2012: http://harpa.blogg.is/2012-01-18/stora-glaer-
malid-og-modgelsi-vantruar-i-hluti/ [sótt 23. janúar 2012].
29 Óli Gneisti Sóleyjarson, „SBR“, kl. 17.28, 30. september 2009.
FÚSK, FÁFRÆðI, FoRDÓMAR?