Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 337
336
NiCk CouldRy
komulögum um hvernig eigi að flytja gögn milli tveggja punkta,“13 þ.e.
hvaða tveimur punktum sem er í upplýsingarýminu. Með komu netaðgeng-
is í farsímum verða þessir punktar aðgengilegir félagslegum gerendum
hvar sem er í efnisrýminu. Internetið hefur því róttæk áhrif í félagsfræði.
Netsamband breytir rýminu fyrir félagslegar athafnir þar sem það býður
upp á samskipti. Það getur fært sér í nyt samskipti annars staðar frá og
nýtt þau til enn frekari samskipta. Á þennan hátt verður með internetinu
til nýtt svið mannlegra athafna sem er í raun óendanlegt og tilvist þess
endurskilgreinir mögulegar skipulagsútfærslur samfélaga um allan heim.14
Athafnir á hvaða síðu sem er geta mögulega tengst athöfnum annars staðar
en þær geta á sama hátt byggt á athöfnum sem orðið hafa hvar sem er.
Allar þessar tengingar eru opnar fyrir athugasemdum og nýjum tengingum
frá öðrum stöðum í rýminu. Líkt og bandaríski trúarbragðafræðingurinn
David Morgan nefnir voru ljósmyndirnar af pyntingum bandarísks herliðs
í Abu Ghraib fangelsinu árið 2004 eitt magnaðasta nýlega dæmið um hina
útvíkkuðu félagslegu hringiðu sem stafræn miðlun gerir mögulega.15 Þetta
ljær framsetningu og skynjun á hinu félagslega nýjan teygjanleika þó að
raunar séu afleiðingar þessa enn afar háðar svæðisbundnu samhengi og
úrræðum. Miðlun dagsins í dag er lykilþáttur í því hvernig fólk „tekur til
sín…umhverfið sem raunveruleika“.16
Kanadíski samskiptafræðingurinn Harold Innis gerði greinarmun á
„rýmismiðaðri“ og „tímamiðaðri“ miðlun.17 Internetið er sannarlega rým-
ismiðað af því að það breytir hreyfingu samskipta um rýmið ekki bara með
því að framlengja samskiptin heldur einnig með því að gera þau marg-
brotnari: Þegar upplýsingarými internetsins hverfist inn í hversdagslegt
athafnarými krefst það þess að til verði öðruvísi skilningur á því hvað sé
13 Clay Shirky, Cognitive Surplus, bls. 61.
14 Til dæmis umfjöllun Lev Manovich, The Language of New Media, Cambridge, MA:
MIT Press, 2001, bls. 127, um það hvernig tilurð listaverka breytist á tímum nýrrar
miðlunar með því að netið verður ytri vettvangur þeirra uppsprettna sem listamenn
leituðu áður uppi „einhvers staðar í undirmeðvitundinni“.
15 David Morgan, „Introduction“, Key Words in Religion, Media and Culture, ritstj. D.
Morgan, London: Routledge, 2008, bls. 1–19. [Þýð.: Nákvæmt blaðsíðutal sem
vísað er til í frumtexta er bls. 54. Couldry misferst hér því bersýnilega í heim-
ildaskráningu og ætlar líklegast að vísa í kaflann „Circulation“ sem skrifaður er af
Johanna Sumiala í sama riti á bls. 44–55 en þá heimild vantar í heimildaskrá.]
16 Laurent Thévenot, „A Science of Life Together in the World“, European Journal
of Social Theory 2/2007, bls. 233–244, hér bls. 238.
17 Harold A. Innis, The Bias of Communication, Toronto: University of Toronto Press,
1991 [1951].