Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 371
370
leiðinni.117 Líkt og Graeme Turner færir rök fyrir er hnignun fjölmiðl-
unar ekki það sama og hnignun „miðjunar“. Á tímum stafrænna miðla,
sem eru aðgengilegir eftir ýmsum leiðum, verður jafnvel enn mikilvæg-
ara fyrir miðlunarstofnanir að eigna sér „miðjuna“ þar sem þær leitast
við að réttlæta „virðið“ sem þær skapa á breiðari grundvelli.118 Getan til
að tala fyrir „hina miðluðu miðju“ og tengja viðtakendur við hana verður
enn mikilvægari vegna þessa þó svo að skírskotanir hennar til félagslegs
og stjórnmálalegs veruleika verði óljósari. Af svipuðum ástæðum stuðla
auknir erfiðleikar við að miðstýra framleiðslu á frægu fólki ekki að því að
færri sögur séu sagðar af fræga fólkinu heldur þvert á móti „fjölmiðlafári“.
Margar þeirra leiða til að nýta sér gagnvirkni sem bjóðast viðtakendum
eru langt frá því að vera lýðræðisvæðandi heldur veita þær framleiðendum
miðlunarefnis mikilvægar markaðsupplýsingar samhliða því að magna upp
samsömun viðtakandans með tilteknum vörum.119
Röksemdir fyrir því að breytingar séu að verða á undirliggjandi félags-
legri verkun eru álíka margræðar. orðið „beintenging“ [e. liveness] hefur
um áratugaskeið náð utan um þá tilfinningu okkar að við verðum að
kveikja á almennum útsendingum miðla til þess að gá „hvað er að ger-
ast“.120 Félagslegar hneigðir af því tagi hverfa ekki fyrirvaralaust. En hvað
ef núna eru að skjóta upp kollinum ný form af „beintengingum“ sem varða
fyrst og fremst tengsl á milli einstaklinga? Er að verða til (á samfélags-
miðlasíðum, gegnum hversdagslega notkun snjallsíma og skipulagsforrita)
117 Um spjallþætti í bandarísku kvöldsjónvarpi: Jeffrey P. Jones, „I want my Talk TV
– Network Talk Shows in a Digital Universe“, bls. 30 og 33.
118 Graeme Turner, Ordinary People and the Media. Berið saman við Nick Couldry,
„Does “the Media” have a Future“.
119 Um frægð: P. David Marshall, „New Media, New Self: the Changing Power of
Celebrity“, bls. 644. Um afleiðingar „gagnvirkni“: Mark Andrejevic, „Watching
Television without Pity: The Productivity of online Fans“, Television & New Media
1/2008, bls. 24–46. Um þörf miðlunarstofnana til þess að viðhalda athygli okkar
almennt: Daniel Dayan, „Sharing and Showing: Television as Monstration“, “The
End of Television?” Annals of the American Academy of Political and Social Science 2009,
ritstj. Elihu Katz og Paddy Scannell, bls. 19–31; William Uricchio, „Contextuali[z-]
ing the Broadcast Era: Nation, Commerce and Constraint“, bls. 72, og Gunter
Thomas, „The Cultural Contest for our Attention in observations on Mediality,
Property and Religion“, Having: Property and Possessions in Religion and Social Life,
ritstj. William Schweiker og Charles T. Mathewes, Grand Rapids, MA: William
B. Eerdmans 2004, bls. 272–295.
120 Jane Feuer, „The Concept of Live Television“, Regarding Television, ritstj. E. Ann
Kaplan, Los Angeles: American Film Institute, 1983, bls. 12–22. Jérôme Bourdon,
„Live Television is Still Alive“, Media, Culture, Society 5/2000, bls. 531–556.
NiCk CouldRy