Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 354
353
hefur geta fólks til þess að vera bæði viðtakendur og dreifingaraðilar miðl-
unarefnis vaxið (veldisvexti). Með hröðum vexti samfélagsmiðla á netinu
(Facebook í Bretlandi, Bandaríkjunum og mörgum öðrum löndum, orkut
í Brasilíu og Indlandi, RenRen í Kína, Mixi í Japan, Cyworld í Suður-
Kóreu) hefur alveg ný vídd bæst við. Hlutirnir sem falla undir „miðlun“ og
reglurnar sem ráða samsetningu þeirra hafa þanist gífurlega út: „hvað“-ið
í miðlunarrannsóknum hefur breyst. Tímaritið Economist mátti með réttu
spyrja árið 2006: „Hvað er miðlunarfyrirtæki?“67
Gætið þess að sjá ekki þessar breytingar einungis sem afsprengi tækn-
innar. Breytingar á þeim samskiptainnviðum sem við köllum „miðla“ hafa
alltaf komið til í samspili tæknilegra, efnahagslegra, félagslega og stjórn-
málalegra krafta. Áður en stafræn tækni kom til sögunnar var „miðlun“
fólgin í framleiðslu efnis sem breiddist út frá takmörkuðum fjölda fram-
leiðslu-/dreifingaraðila og viðtakendur tilheyrðu öðrum, stærri „fjölda“,
„viðtakendunum“. En þetta var ekki vegna þess að tæknin krefðist þess
eins og fyrstu ár útvarpsins sýna: Í Bandaríkjunum var unnið af krafti að
því að þróa tækni til að nota útvarp sem miðil, til samskipta milli tveggja
einstaklinga eða tveggja hópa, fyrir og eftir lok fyrri heimstyrjaldar, og í
Frakklandi og Bretlandi var sá möguleiki kannaður að reka útvarp með
framleiðslulíkani sem byggðist á dreifstýringu, almennri þátttöku og
tengslum við nærsamfélagið.68 Að slík fámennislíkön skuli hafa orðið undir
– meira að segja að því marki að þau hafa að stórum hluta verið skrifuð út
úr sögu miðlunar – endurspeglar þá viðleitni að byggja upp viðskipta- og
stjórnmálaleg sóknarfæri þess að reka útvarp þar sem einstaklingur talar
til hóps: Framleiðsla og dreifing miðlunarefnis á landsvísu krafðist mikilla
fjárútláta og útkoman, kostnaðarsöm fjölmiðlun, féll vel að síaukinni mið-
stýringu nútímaríkisins.69
67 Economist, 20. apríl 2006, skáletrun mín.
68 Um Bandaríkin: Erik Barnouw, Tube of Plenty, New York: oxford University
Press, 1990 [1975], 2. kafli og Susan J. Douglas, Inventing American Broadcasting
1899–1922, Baltimore: The Johns Hopkins University Press, 1987, 5. og 9. kafli.
Um Frakkland: Richard Barbrook, Media Freedom, London: Pluto, 1995. Um
Bretland: Paddy Scannell og David Cardiff, A Social History of British Broadcasting,
I. bindi, oxford: Blackwell, 1991.
69 Um þörfina fyrir fjármagn: Nicholas Garnham, Capitalism and Communication;
Yochai Benkler, The Wealth of Networks, New Haven: Yale University Press, 2006,
2. kafli. Um samband miðlunar og ríkis: Armand Mattelart, The Invention of
Communication; Andrew Barry, Political Machines, London: Athlone Press, 2001, og
Brian Larkin, Signal and Noise: Media, Infrastructure and Urban Culture in Nigeria,
Durham, NC: Duke University Press, 2008.
STAFRÆN MIðLUN Í LJÓSI FÉLAGSFRÆðINNAR