Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 186
185
því yfir að kennsluefnið fæli „ekki í sér hlutlæga og sanngjarna umfjöllun
um félagið Vantrú, málstað þess og einstaka félagsmenn“. Illmögulegt var
fyrir hana að hverfa frá þeirri skoðun, hversu góðar sem skýringar Bjarna
yrðu er hann legði fram skýrslu sína.131 opinberlega hafa vantrúarfélagar
aldrei getað fallist á þau rök að siðanefndin hafi brotið starfsreglur sínar
þótt skýrt komi fram á umræðuþræðinum „SBR“ að þeim þyki vinnu-
brögðin einkennileg – „dúbíus“ eins og einn þeirra orðar það.132 Enginn
hefur þó orðað vanhæfi siðanefndarinnar skýrar en Matthías Ásgeirsson
sem sagði nokkrum dögum áður en fréttir bárust af kennarafundinum 30.
apríl, þegar ekkert nema fullkominn sigur Vantrúar virtist blasa við: „Það
lítur frekar illa út fyrir siðanefnd ef úrskurður hennar er algjörlega á skjön
við sáttatillöguna sem nefndin hefur þegar lagt fram.“133
Í grein sem Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki skrifaði stuttu
eftir íslenska efnahagshrunið fjallar hann um hlutverk hugvísindamanna
í samfélagsumræðunni, en í sjálfu sér má víkka greiningu Vilhjálms út
og segja að niðurstaða hennar eigi við um alla þá sem halda vilja á lofti
gagnrýnni hugsun og raunverulegri sannleiksleit. Vilhjálmur telur gagn-
rýna hugsun fela í sér þrennt: a) Ekki á að halda fram „staðhæfingum um
málefni nema hafa fyrir þeim haldbær rök og vera reiðubúinn að endur-
skoða afstöðu sína í ljósi betri röksemda“; b) að sýna „sjálfstæði í hugsun og
hugrekki andspænis viðteknum sannindum og þrýstingi umhverfisins á að
tileinka sér eða taka undir ákveðna afstöðu“; c) að sýna „viðleitni til þess
að afhjúpa hvers konar þætti sem skrumskæla samfélagsumræðu, myrkva
orðræðuna og dylja mikilvægar röksemdir eða staðreyndir“.134
Í þessu samhengi má halda því fram að það hafi verið siðferðileg skylda
háskólamanna að trufla friðinn sem einkenndi störf siðanefndarinnar. Það
131 Reynir Harðarson, formaður Vantrúar, sá þetta í sviphendingu, en hann gengur
lengra og segir næstu nefnd á eftir vanhæfa líka: „Ef siðanefnd hrökklast frá vegna
þess að einhverjir kennarar, sem eru ekki aðilar að málinu, fóru að skipta sér að og
efast um heilindi siðanefndar höfum við þó eitt tromp á hendi, og allstórt. Það má
segja að heiður "gömlu" siðanefndarinnar hangi að vissu leyti á því að okkar mál-
staður hljóti hljómgrunn.“ Sjá „SBR“, kl. 11.27, 11. maí 2010. Greining Reynis er
í samræmi við rök Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns Bjarna, sem tók við málinu
fjórum mánuðum síðar, í september það ár. Hann taldi ad hoc nefndina vanhæfa í
ljósi þess að tveir fulltrúar hennar höfðu setið í upphaflegu nefndinni sem Þórður
stýrði.
132 Kristín Kristjánsdóttir (Stína), „SBR“, kl. 12.20, 27. maí 2010.
133 Matthías Ásgeirsson, „SBR“, kl. 12.48, 26. apríl 2010.
134 Vilhjálmur Árnason, „Árvekni eða auðsveipni. Hlutverk hugvísindamanna í sam-
félagsumræðu“, Ritið 2–3/2009, bls. 21–34, hér bls. 31.
FÚSK, FÁFRÆðI, FoRDÓMAR?