Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 271
270
blaðsíðu er talað um að réttarsaga tilfinninganna hafi verið vanrækt á
Íslandi og úr því þurfi að bæta.4 Lesandi gerir því ráð fyrir að titillinn og
þjóðveldisrómansinn framan á bókarkápu5 hafi einfaldlega þótt söluvæn-
legri en hið grafalvarlega heiti „Réttarsaga tilfinningana“, ásamt mynd af
upphafsstaf úr Grágás. En sé flett áfram um eina blaðsíðu kemur í ljós að
svokölluð tilfinningasaga er einnig til umfjöllunar í bókinni.6 Saga tilfinn-
inganna hefur verið rannsökuð í einhverjum mæli allt frá fyrstu áratugum
20. aldarinnar þó fræðimenn greini á um hvort það sé sem breytist, tilfinn-
ingarnar sjálfar eða samfélagslegar hömlur á þeim. Eins og Gunnar bendir
réttilega á, þá fjallar mikið af rannsóknum á sviði tilfinningasögu um reiði
og árásargirni og taumhald samfélagsins á þeim neikvæðu tilfinningum.7
Því er ekki að undra að rannsóknir á réttarsögu og tilfinningasögu hafi oft
á tíðum skarast, þó réttarsaga geti líka verið skrifuð í anda hreinnar lög-
fræði.8 Í Ástarsögu Íslendinga ná þessi tvö rannsóknarefni hins vegar ekki
að vinna nægilega vel saman, því höfundur heldur þeim nær algjörlega
aðskildum innan bókarinnar.
Þegar Gunnar gerir grein fyrir rannsóknum fræðimanna sem hafa
þegar fjallað um efnið þá reynir hann að marka sér sérstöðu á þeirri for-
sendu að fyrri sagnfræðingar hafi fyrst og fremst haft áhuga á tengslum
ástarinnar við vald og auð.9 Hann vilji hins vegar „kanna tilfinningarnar
4 Rannsóknir á sviði réttarsögu byggja helst á heimildum lagasetninga og dómsúr-
skurða. Í sinni einföldustu mynd fjallar réttarsaga um hvað þótti refsivert í hverju
samfélagi fyrir sig, hvernig og hversu oft var refsað fyrir það. Sem dæmi um fræga
rannsókn á sviði réttarsögu má nefna bók W.I. Millers, Bloodtaking and Peacemak-
ing: Feud, Law, and Society in saga Iceland, Chicago: University of Chicago Press,
1990.
5 Kápumyndin er hluti af útsaumsmynd Sigríðar Einarsdóttur frá Dufþaksholti eftir
málverki Tryggva Magnússonar. Þar má sjá þau Hallgerði langbrók og Gunnar á
Hlíðarenda horfast í augu. Bæði eru þau hávaxin, gullinhærð og ríkulega búin.
Hallgerður er í bleiku en Gunnar er í bláu.
6 Gunnar Karlsson, Ástarsaga Íslendinga, bls. 11–12.
7 T.d. Barbara H. Rosenwein, Anger’s Past: The Social Uses of an Emotion in the Middle
Ages, Ithaca: Cornell University Press, 1998 (að vísu er Rosenwein þeirrar skoðunar
að reiði hafi verið vanrækt innan tilfinningasögunnar, þar sem flestir hafi fjallað
um tilfinningarnar ást og blygðun) og fyrrnefnd bók eftir W.I. Miller, Bloodtaking
and Peacemaking.
8 Sem dæmi um réttarsögu sem hefur ekkert með sögu tilfinninga að gera má
nefna rannsókn Helga Áss Grétarssonar, Réttarsaga fiskveiða frá landnámi til 1990,
Reykjavík: Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008. Hið sama er ekki hægt að segja
um heimildaútgáfu Más Jónssonar, Dulsmál 1600–1900: fjórtán dómar og skrá,
Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2000.
9 Hann nefnir sérstaklega Jenny Jochens, Robertu Frank, Auði Magnúsdóttur, Agnesi
RaGNhilduR hólmGEiRsdóttiR