Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 222
221
skilgreint svo: „Þessi breyting er oft kölluð siðaskipti og þýðir þá eiginlega
„trúarskipti“, því að siður getur merkt trú.“128 1960 kom út sérhæfðari
kennslubók en að framan getur, þ.e. Kristnisaga fyrir framhaldsskóla (sem
nú svarar til efstu bekkja grunnskólans) eftir Jónas Gíslason. Komu út alls
sjö útgáfur til 1977. Í þessari bók var heitið siðbót notað sem fyrirsögn
tveggja kafla („Forsaga siðbótar“ og „Siðbótin“). Þar var og fjallað um
„fyrirrennara siðbótar“ (fyrirsögn undirkafla) og til sögunnar nefndir John
Wycliffe (1320–1385) á Englandi og Jan Hus (1369–1415) frá Bæheimi (nú
í Tékklandi) en hreyfingar beggja klofnuðu frá kaþólsku kirkjunni og síðan
siðbótarmenn eins og Lúther, Zwingli og Calvín.129 Ekki er hins vegar
drepið í gagnrýnendur sem ekki ollu kirkjuklofningi á borð við Erasmus.
Siðbót jafngilti því tilurð mótmælendakirkna. Í aukinni útgáfu bókarinnar
varð engin breyting á þessari hugtakanotkun.130
Á því sem næst sama tímabili og kennslubækur Jónasar frá Hriflu voru
einráðar í Íslandssögukennslu í barnaskólum voru kennslubækur Jóns
Jónssonar Aðils (1869–1920) dósents og síðar prófessors í sagnfræði not-
aðar í æðri skólum. Kom fyrsta útgáfan út 1915 Þar viðhafði höfundur
heitið siðaskipti m.a. í kaflaheitum. Jafnframt ræddi hann um „nýjan sið“
í eintölu og jafnvel „nýjan átrúnað“ þegar rætt var um guðfræði Lúthers
andspænis hinum „forna sið“.131 Ljóst virðist því að hjá Jóni J. Aðils og í
bók Gunnars Karlssonar hefur orðið huglæga merkingu en vísar ekki til
trúarháttabreytinga eins og hér er talið að það hafi upphaflega gert. Þessi
orðnotkun kom þó ekki í veg fyrir að í texta ræddi höfundurinn um (þýska)
„siðbótarmenn“.132
Af þessu má sjá að í því námsefni sem lagði grunn að skilningi þjóðar-
innar á trúmálahræringum 16. aldar lengst af á 20. öld komu bæði yfirheit-
in fyrir sem þá voru viðhöfð. Þá kom svipuð spenna fram milli þeirra og
getið var í upphafi þar sem heitinu siðbót var haldið til streitu í kennslubók
guðfræðingsins Jónasar Gíslasonar en var skipt út í öðrum námsbókum
128 Gunnar Karlsson Sjálfstæði Íslendinga 2. Íslensk stjónmálasaga konungsveldis um
1264–1800 skrifuð handa börnum, Reykjavík: Námsgagnastofnun, 1986, bls. 34, 35,
36, 38, 40. Leturbreyting í tilvitnun Gunnar Karlsson.
129 Jónas Gíslason, Kristnisaga fyrir framhaldsskóla, Reykjavík: Ríkisútgáfa námsbóka,
1960, bls. 61–80.
130 Jónas Gíslason, Kristnisaga handa framhaldsskólum, 2. útg. aukin, Reykjavík: Rík-
isútgáfa námsbóka, án árt., bls. 74–94, 113–121.
131 Jón J. Aðils, Íslandssaga, Reykjavík: Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, 1915, bls.
213, 215, 216, 220, 223, 225, 231.
132 Jón J. Aðils, Íslandssaga, bls. 215.
HEITI SEM SKAPA RÝMI