Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 195
194
Þörf fyrir rými
Þegar saga 16. aldar er einkum rituð sem atburðasaga, persónusaga eða jafn-
vel pólitísk saga dugðu víðfeðm heiti á borð við siðbót eða siðaskipti vel yfir
þau umskipti sem þá urðu á meginlandi Evrópu og síðar Norðurlöndum.
Sé sjónarhornum félagssögu, hugarfarssögu, hugmynda- og guðfræðisögu,
stofnunarsögu eða jafnvel einsögu aftur á móti beitt koma fleiri hliðar í
ljós á atburðum, þróun, aðstæðum eða „strúktúrum“ sem mögulegt þarf
að vera að greina á milli. Af þessum ástæðum kann að vera nauðsynlegt
að ljá almennum yfirheitum þrengri merkingu eða að mynda ný heiti við
hlið þeirra til að rúma þann fjölbreytileika sem rannsóknir kunna að leiða í
arhugtak en sagnfræðingar siðaskipti eða siðbreyting. Sjá t.d. Saga biskupsstólanna.
Skálholt 950 ára – 2006 – Hólar 900 ára, aðalritstj. Gunnar Kristjánsson, án útgst.:
Bókaútgáfan Hólar, 2006, bls. 332 (Jón Þ. Þór), 429, 449, 451 (Kristján Valur Ing-
ólfsson), 518 (Vilborg Auður Ísleifsdóttir), 547, 551, 563 (Gunnar Kristjánsson).
Í afmælisriti til heiðurs Magnúsi Má Lárussyni (1917–2006) kirkjusögu- og síðar
sagnfræðiprófessor sjötugum nefnist einn flokkur greina „Frá siðbreytingu“. Þar
brotnar fylking guðfræðinga upp líkt og í ráðstefnuritinu um Lúther. Af fimm höf-
undum í þessum hluta rita fjórir á íslensku og eru allir guðfræðingar. Aðeins einn
notar þó alfarið heitið siðbót (Heimir Steinsson), annar notar jöfnum höndum
siðbreyting og siðbót (a.m.k. í samsetningum) (Jónas Gíslason), en tveir (Ágúst
Sigurðsson og Sigurjón Einarsson) nota sið(a)skipti. Auk þeirra kemur guðfræðing-
urinn Guðmundur Þorsteinsson inn á þetta efnisatriði og nefnir það siðbót. Saga og
kirkja. Afmælisrit Magnúsar Más Lárussonar. Gefið út í tilefni af sjötugsafmæli hans 2.
september 1987, ritstj. Gunnar Karlsson o. fl., Reykjavík: Sögufélag, 1988, sjá m.a.
bls.101, 103, 105, 121, 122, 123, 126, 133, 138, 149–150. Guðfræðingurinn Torfi
Hjaltalín notar jöfnum höndum heitin siðbót, siðskipti og siðaskipti í yfirlitsriti
sínu um íslenska kirkjusögu, ekki er augljóst að þau hafi mismunandi merkingar.
Torfi K. Stefánsson Hjaltalín, Íslensk kirkjusaga, Reykjavík: Flateyjarútgáfan, 2012,
bls. 121, 123, 130, 131, 133, 134. Hér skal og bent á að Einar Sigurbjörnsson og
Sigurjón Árni Eyjólfsson sem mjög hafa mótað íslenska trúfræðiumræðu á síðustu
áratugum nota báðir heitið siðbót í lykilverkum sínum. Sjá Einar Sigurbjörnsson,
Kirkjan játar. Játningarrit íslensku þjóðkirkjunnar með inngangi og skýringum eftir dr.
Einar Sigurbjörnsson, Reykjavík: Bókaútgáfan Salt HF, 1980. Sigurjón Árni Eyjólfs-
son, Guðfræði Marteins Lúthers í ljósi túlkunar hans á Jóhannesarguðspjalli 1535–1540,
Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag, 2000. Loks skal þess getið að meðan á
ritun þessarar greinar stóð gaf Gunnar Kristjánsson út rit um Lúther og áhrif hans.
Þar notar hann alfarið heitið siðbót um starf Lúthers og afleiðingar þess. Kemur
það m.a. fyrir í samsetningum eins og siðbótarmaður, siðbótartími og siðbótaröld.
önnur heiti um þessa þróun, t.d. þau sem rædd eru í greininni, koma ekki fyrir í
kaflafyrirsögnum né atriðisorðaskrá. Þess ber að gæta að Gunnar hyggst einkum
fjalla um umbrotatímann 1517–1525 en fæst þó einnig við lögfestingu lútherskrar
kirkjuskipanar í Danmörku og hér á landi sem að mati greinarhöfundar kallar á
fjölbreyttari orðnotkun. Gunnar Kristjánsson, Marteinn Lúther. Svipmyndir úr
siðbótarsögu, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2014, (sjá einkum bls. 13).
hJalti huGasoN