Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 352
351
aðarins fram yfir greiningar sem taka viðfangsefnið alvarlega, og hætta
er á þeim grundvallarmistökum að rugla saman aldurstengdri hegðun og
raunverulegum sögulegum breytingum.58 Þó að við óumdeilanlega lifum
á tímum þar sem miðlunarefni leitar saman á sameiginlegum verkvöngum,
ber sömuleiðis að meta af varkárni staðhæfingar um að við lifum í ein-
hverju jafn sérstæðu og „samleitinni menningu“ [e. convergence culture].59
Clay Shirky kom nýverið fram með þá tilgátu að „því stærri sem tækifærin
eru sem ný tækni býður upp, því erfiðara verður að áætla framtíðina út frá
fyrri samfélagsgerðum.“ Það ríkir einmitt helst óvissa um þennan víðari
snertiflöt milli miðlunar og dreifingar félagslegs valds. Proust hitti nagl-
ann á höfuðið með orðum sínum um rökvilluna sem er fólgin í því að
dæma „það sem [okkur er] varnað að vita í ljósi þess sem [við fengum] að
vita.“60
Nánar tiltekið mætti segja að allar miðlunarfræðikenningar í dag þurfi
að taka til greina sex gerðir óvissu sem helst má skilja í ljósi sviptinga milli
miðlunarstofnana og miðlunartækni, þó að þær tengist einnig víðtækari
ferlum sundurgreiningar og speglunar í nútímavæðingu síðari tíma.61
Hvað, hver og hvar er miðlun?
Stafræn miðlun í samtímanum er í ákveðnum meginatriðum „van-ákvörð-
uð“.62 Fyrir hálfum öðrum áratug lá fyrir hver væru lykilatriði miðlunar-
rannsókna (textar, stjórnmálahagfræði framleiðslunnar og viðtökurann-
sóknir). Þó að örbyltingin um viðtökurannsóknir kveikti nýjar spurningar
58 David Buckingham, „Introducing Identity“, Youth, Identity and Digital Media, ritstj.
David Buckingham, Cambridge, MA: MIT Press, 2008, bls. 1–22, hér bls. 15;
Susan C. Herring, „Questioning the Generational Divide: Technological Exotic-
ism and Adult Constructions of online Youth Identity“, Youth, Identity and Digital
Media, ritstj. David Buckingham, Cambridge, MA: MIT Press, 2008, bls. 71–92,
hér bls. 87.
59 [Þýð.: Hér er felldur út texti þar sem Couldry bendir á 2. kafla bókar sinnar sem
þessi grein er inngangskafli að.]
60 [Þýð.: Tilvitnun þessi er fengin úr Marcel Proust, Í leit að glötuðum tíma: Leiðin til
Swann II, þýð. Pétur Gunnarsson, Reykjavík: Bjartur 1998, bls. 171.]
61 Ulrich Beck, Anthony Giddens og Scott Lash, Reflexive Modernization, Cambridge:
Polity, 1994; Johan Fornäs, Cultural Theory and Late Modernity, London: Sage,
1995, bls. 2–7; Scott Lash, Critique of Information, London: Sage, 2002; Scott
McQuire, The Media City, London: Sage, 2008, bls. 21–22.
62 Mark Poster, „Underdetermination“, New Media & Society 1/1999, bls. 12–17, hér
bls. 17.
STAFRÆN MIðLUN Í LJÓSI FÉLAGSFRÆðINNAR