Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 339
338
NiCk CouldRy
Raymond Williams skynjaði einnig margræðnina í nýmóðins miðlun:
„[Margt] af því efni sem finna má innan nútímasamskipta … lýsir sér sem
misjafnlega mikil meðvitund um atburði sem eru jafnan utan reynslusviðs
einstaklinga. Það er það sem virðist gerast, með þessum öflugu miðlunar-
og boðleiðum, í heimi þar sem við höfum engar aðrar mögulegar sam-
skiptaleiðir en virðist á sama tíma miðlægur og jaðarsettur í lífi okkar.“21
Það er engin leið aftur til heims fyrir tíma umbreytinganna sem Proust
og Williams ræða: Þær umbreytingar eru byggðar inn í ályktanir okkar um
hvernig og hvað heimurinn er. Samt sem áður ollu afleiðingar þess sem
við köllum núna „hefðbundna“ miðlun (frá miðri tuttugustu öld) okkur
heilabrotum langt eftir að hún var orðin hluti af hversdeginum. Ein leið
til þess að lesa Underworld, skáldsögu Don DeLillo frá árinu 1999, er að
skoða hana sem syrpu af hugleiðingum um hlutverk sjónvarps og útvarps í
því að viðhalda og hræra upp í mýtunni um bandarískt samfélag.22
Margar frekari umbreytingar hafa orðið frá þessum skrifum DeLillo.
Í fyrsta lagi hefur orðið mikil aukning í framleiðslu sjónvarpsefnis og ann-
ars myndefnis, „lífsreynsla hefur orðið að reynslu frammi fyrir miðlun“.
Síðan er það uppgangur í farsímasamskiptum sem eiga sér stað sekúndu
fyrir sekúndu, hinir alltumlykjandi netvæddu ljósvakamiðlar og samskipti
milli einstaklinga, möguleikinn fyrir hvern sem er til þess að búa til og
dreifa efni um miðla með því sem Manuel Castells nefnir „fjöl-sjálf-miðl-
un“ [e. mass self-communication]. Við erum enn að reyna að skilja hvernig
þessar nýju umbreytingar munu blandast hversdagslegum venjum.23
Miðlun umbreytir minnstu smáatriðum í athöfnum einstaklinga og
stærstu rýmunum sem við erum hluti af. Leitarvélar eru til dæmis helsta
viðfangsefni eins af stærstu fyrirtækjum heims en voru þó óþekkt félags-
legt fyrirbæri fyrir fimmtán árum. Google skilgreinir fyrir okkur „hvað er
til“ og veitir okkur á skipulegan hátt gegnum vafrann sinn það sem John
Tomlinson kallar „tafarlaust og endalaust aðgengi að upplýsingasöfnum
heimsins“. Það jákvæða við þessa umbreytingu er kunnuglegt á hversdags-
legan máta: Mjög oft „leitum við að hlutum“ ekki í bókum eða spjaldskrám
heldur með því að „gúgla þá“. Vinur minn, sem er lögfræðingur, segir mér
21 Raymond Williams, The Country and the City, London: The Hogarth Press, 1973,
bls. 295–296.
22 Don DeLillo, Underworld, London: Picador, 1999.
23 Vísanir eru úr Todd Gitlin, Media Unlimited, New York: Metropolitan Books, 2001,
bls. 20, og Manuel Castells, Communication Power, oxford: oxford University
Press, 2009, bls. 55.