Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 112
111
nokkuð neikvæðara en raunverulegt viðhorf stjórnendanna. Það er at-
hyglisverður þáttur og áhugavert væri að kanna hann nánar.
Rannsóknir ýmissa annarra sýna jákvætt viðhorf til net- og samfélags-
miðlanotkunar vegna einkaerinda á vinnutíma ef hún er innan viður-
kenndra marka, samkvæmt stefnu skipulagsheildarinnar og keyrir ekki
úr hófi.74 Viðmið og skoðanir sem þessar virðast breytilegar og háðar því
hvort notkunin hefur áhrif á afköst og frammistöðu starfsfólks.75 Í þessu
sambandi er mikilvægt að til séu ritaðar leiðbeiningar og stefna um sam-
félagsmiðlanotkun á vinnustöðum eins og áður hefur verið rætt.76
Þess er vænst að niðurstöður þessarar rannsóknar skýri stöðu notkunar
samfélagsmiðla á vinnutíma og geti sömuleiðis stuðlað að betri skilningi á
slíkri notkun. Þær gætu hjálpað stjórnendum skipulagsheilda við að meta
kosti og galla þess að nota samfélagsmiðla vegna starfsemi sinnar og eins
hvort æskilegt væri að leyfa starfsfólki að nota miðlana til þess að sinna
einkaerindum á vinnutíma. Þá gætu stjórnendur nýtt sér rannsóknarvinn-
una til þess að móta stefnu um þessi mál.
Vinna fer í vaxandi mæli fram utan skrifstofunnar og mörkin á milli
vinnu og einkalífs verða sífellt óljósari. Tækninýjungar svo sem fartölv-
ur, spjaldtölvur og snjallsímar hafa auðveldað vinnu utan skrifstofu eða
vinnustaðar. Staðir utan skrifstofunnar eru gjarnan nefndir „þriðji vinnu-
staðurinn“ og er þá átt við staði eins og hótel, kaffihús, bókasöfn, heim-
ili og staði, sem skilgreindir eru sem samgöngumátar, svo sem flugvélar,
langferðabílar, lestir og aðrar almenningssamgöngur.77 Af þessum sökum
þurfa stjórnendur að mæla árangur og frammistöðu starfsfólksins og líta til
framlags þess og verðmætis fremur en að líta til þess hvar og á hvaða vett-
vangi unnið er eða hversu langan tíma vinnan tekur.
74 ARMA International, Using social media in organizations, bls. 13–14; Lars Ivarsson
og Patrik Larsson, „Personal internet usage at work“, bls. 66–77; David M. Scott,
„Trust your employees (or fire them)“, bls. 48.
75 S. Holtz, „Employees online: The productivity issue“, bls. 17–23.
76 Perry Binder og Nancy R. Mansfield, „Social Networks and workplace risk“,
bls. 36; Lars Ivarsson og Patrik Larsson, „Personal internet usage at work“, bls.
74–77.
77 David K. Allen og M. Shoard, „Spreading the load: Mobile information and
communication technologies and their effect on information overload“, Information
Research, 2/2005, sótt 3. júní 2014 af http://informationr.net/ir/10–2/paper227.
html; Sari Mäkinen, „‘Some records manager will take care of it’: Records in the
context of mobile work“, Journal of Information Science, 3/2013, bls. 384–396; Sari
Mäkinen og Pekka Henttonen, „Motivations for records management in mobile
work“, Records Management Journal, 3/2011, bls. 188–204.
SKJÁMENNING oG NETNoTKUN