Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 366
365
Góðu fréttirnar fyrst. opið skipulag internetsins endanna á milli,101
möguleikar stiklutexta og lítill framleiðslukostnaður leiða að áliti Yochai
Benkler, til gífurlegrar örvunar í framleiðslu menningarefnis.102 En frá
sjónarhóli meginstraumsmiðlunar blasa hlutirnir öðruvísi við. Hugsið um
rekstrarlíkönin sem fjármögnun rótgróinna miðla byggist á. Ef við lítum
framhjá útvarpsrekstri í almannaþágu sem oft er undir þrýstingi vegna
pólitískra afskipta, er miðlun sem háð er auglýsingum undir miklum þrýst-
ingi af því að auglýsendur leita í auknum mæli á netið („Craigslist“, „eBay“,
bókunarsíður fyrir ferðalög). Breytingar á hegðun viðtakenda, þótt minni
séu en um er talað, geta leitt til viðhorfsbreytinga hjá fyrirtækjum sem
umbylta tekjugrunni tiltekinna miðla, sérstaklega ef fyrirtækin telja að
auki að væntanlegar breytingar á birtingu auglýsinga muni einskorðast
við tilfærslu á netið eða að stærri fyrirtækjahópar notast við rekstrarlíkön
sem taka lítið tillit til séreinkenna miðlunarfyrirtækja (sem dæmi má nefna
hvernig Los Angeles Times hefur verið minnkað á nýliðnum árum).103
Dæmið um prentuð dagblöð er hvað mest sláandi. Í blaðageiranum í
Bretlandi og Bandaríkjunum eru dvínandi auglýsingatekjur veruleiki sem
tengist minnkandi lestri. Að því er varðar svæðisbundna prentmiðla sér-
staklega hafa þeir misst nánar allar tekjur sínar af smáauglýsingum vegna
hentugra auglýsingakosta sem nú bjóðast á netinu. Paul Starr tekur þetta
saman frá sjónarhóli Bandaríkjamanna: „Internetið hefur grafið undan
hlutverki dagblaðsins sem tengiliðar við markaðinn“.104 og hvað ef frétta-
framleiðsla hefur aldrei verið hagkvæm ein og sér án niðurgreiðslu frá
þeim samstarfsdeildum miðilsins sem hafa meira afþreyingargildi (íþrótt-
um, slúðurfréttum og fréttum af frægu fólki)? Ef sú er raunin er niðurbrot
101 Um opið skipulag internetsins: Jay David Bolter, Writing Space, 2. útgáfa, Mahwah,
NJ: Mahwah Lawrence Erlbaum, 2001, og Lawrence Lessig, The Future of Ideas,
bls. 34 og fleiri síðum í framhaldi af þessari.
102 Yochai Benkler, The Wealth of Networks, bls. 32–33.
103 Um Los Angeles Times: John S. Carrol, „John S. Carroll on Why Newspapers
Matter“, 2007, http://www.niemanwatchdog.org/index.cfm?fuseaction=ask_this.
view&askthisid =203, sótt 24. desember 2007 [Þýð.: Uppfærði úreltan tengil.]
104 Paul Starr, „Goodbye to the Age of Newspapers (Hello to a New Era of Corrup-
tion)“, bls. 4. Í Bretlandi fækkaði lesendum dagblaða um 5 milljónir milli áranna
1992–2007, National Readership Survey 2007, vísun úr Stephen Brook, „Paper
Readership Dips 5m in 15 years“, Guardian, 21. desember 2007. og nýlegar kann-
anir NRS benda til áframhaldandi hruns (Press Gazette, 7. júlí 2011). Í Bandaríkj-
unum hrapaði hlutfall fullorðinna sem lesa daglega dagblað úr 45,1% í 39,6% á
árunum 2008–2010, samkvæmt gögnum Newspaper Association of America (www.
naa.org, sótt 25. júní 2011).
STAFRÆN MIðLUN Í LJÓSI FÉLAGSFRÆðINNAR